Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 102
1. Þegar enginn hefur sótt um auglýst prestakall.
2. Hafi umsækjendum verið hafnað á kjörmannafundi, sbr. 4. gr.
7. mgr.
3. Hafi enginn umsækjandi hlotið bindandi val á kjörmannafundi.
Frestur til að kalla prest samkvæmt 1. og 2. tl. er 4 mánuðir frá því, að
prestakall var auglýst laust til umsóknar, en samkvæmt 3. tl., 1 mánuður frá því, að
kjörfundur var haldinn.
7. gr.
*
A eftir 7. gr. komi ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi:
Komi fram ósk um að kalla tiltekinn mann, skal prófastur boða til
kjörmannafundar og ganga úr skugga um, að tilskilinn íjöldi kjörmanna sé því
samþykkur. Hann sendir biskupi ákyktun kjörmannafundar um köllun innan þess frests,
sem kveðið er á um í 7. gr. Biskup birtir hlutaðeigandi presti eða kandídat köllunina.
Taki hann köllun skal veita honum embættið en eigi lengur en til fjögurra ára.
GREINARGERÐ
Greinargerð með drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um
veitingu prestakalla nr. 44, 30 mars 1987.
Okt. 1991
Nefnd, sem Óli Þ. Guðbjartsson fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra,
skipaði í sept. 1990, m.a. til að endurskoða lög um veitingu prestakalla, nr. 44/1987,
samdi frumvarp þetta. I nefndinni áttu sæti Anna Guðrún Björnsdóttir, deildarstjóri,
formaður, Sigurður Jónsson lögfræðingur, sem tók að sér að vera ritari
nefndarinnar, sr. Bragi Friðriksson prófastur, tilnefndur af biskupi, Gunnlaugur
Finnsson tilnefndur af kirkjuráði, sr. Vigfús Þór Árnason tilnefndur af Prestafélagi
Islands og Guðný Guðnadóttir tilnefnd af leikmannaráði.
Helstu breytingar, sem frumvarpið felur í sér
Með lögum um veitingu prestakalla nr. 44/1987 var horfið frá því
fyrirkomulagi, sem tíðkast hafði frá árinu 1886, að sóknarprestar væru kosnir af
sóknarbörnum í almennum kosningum. 1. Samkvæmt lögunum er val á
sóknarpresti í höndum kjörmanna, sem eru sóknarnefndarmenn og varamenn
þeirra, en tilskilinn fjöldi sóknarbarna getur krafist þess, að almennar
prestskosningar fari fram eftir val kjörmanna.
Innan nefndarinnar hefur verið rætt ítarlega, hvort rök séu til þess að gera
tillögur um breytingar á þessu fyrirkomulagi og hvaða valkostir komi til greina.
Niðurstaða nefndarinnar er sú, að rétt sé að viðhalda því grundvallarfyrirkomulagi
. Varðandi sögulegt yfirlit visast til athugasemda með
frumvarpi til laga um veitingu prestakalla, sem lagt var
fyrir Alþingi á 109. löggjafarþingi 1986-1987.
99