Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 141
aðalsaf naðarfundar, prófasts og biskups a<5 taka kirkju
of an .
Leita skal álits Þjóáminjavarðar um þa<5 hvort varðveita
skuli slíkar aflag<5ar kirkjur annars staáar . Söfnuái er
ekki skylt að bera kostna<5 af þeirri varáveislu.
TTT kafli
líin. máldaga,__kirkjubók ng rét.t.indi______ki rkna
8-gn.
Biskup setur hverri kirkju máldaga, kirkjuskrá, sbr.
lög nr. 25/1985, 23. gr.5.1ið. I máldaga skal greina
fasteignir kirkju, tekjustofna og réttindi, kvaðir er á
kirkju kunna að hvíla, sóknarmörk og þjónusturétt, sem
sóknin á tilkall til. Máldaga kirkju og breytingar, sem
á honum kunna að verða, skal þinglýsa. Máldagann og
breytingar á honum skal skrá í sérstaka bók , máldagabók,
er biskup löggildir.
Um kapellur skulu einnig settir máldagar.
Sóknarnefnd varðveitir máldagabók og ber ábyrgð á að
máldagi greini jafnan frá eignum og réttindum kirkju. 1
máldagabók skal einnig skrá jafn haldgóðar upplýsingar og
völ er á um kirkjuna, byggingarsögu hennar, endurbætur,
viðhald, búnað og g'ripi er kirkjan á. Biskup og
prófastur kanna máldaga er þeir vísitera, árita
máldagabækur um skoðun og gera athugasemdir ef efni þykja
standa til þess.
Máldagar þeir, er greinir í erindisbréfi handa biskupum
1. júlí 1746, 15. gr., sbr. konungsbréf 19. maí 1747 um
gegnumdregnar bækur kirkna, skal varðveita svo sem
tíðkast hefur.
Eldri máldaga kirkju skal eftir föngum skrá 1
máldagabók.
138