Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 160
21 .gx
Hér er fjallað um byggingarframkvæmdir sem slíkar.
I 2. málsgr. er áskiliá, aá verái verulegar breytingar á
byggingaráformum, frá því safnaðarfundur heimilaði
framkvæmdir, skuli bera máliá að nýju fyrir safnaáarfund og
Kirkjubyggingarnefnd Þjóðkirkjunnar.. Verði þá sömu
aðferðir viá hafáar og tilgreint er í 17 - 19. gr.
1 18.gr er gert ráð fyrir að byggingarnefnd sé undirnefnd
sóknarnefndar , sem setur byggingarnefnd sérstakt
erindisbréf. Einnig, að ár hvert séu endurskoðaðir
reikningar byggingarinnar lagðir fyrir safnaðarfund. Ekki
er því talin ástæða til þess að lögbinda það, að sérstakur
eftirlitsmaður verði skipaður, eða að sérstök úttekt verði
gerð við verklok, enda sýnir reynsla það, að ekki er ávallt
skýrt, hvenær verklok eru. En að sjálfsögðu er sóknarnefnd
heimilt, að hafa þann hátt á , að sérstakur eftirlitsmaður
sé við bygginguna, og að kveða á um verklok, kjósi
sóknarnefnd það.
22__gji_
1. og 2. málsgr. er samhljóða 5. gr laga nr. 35/1970. Sú
grein stóð eftir, þegar lög nr. 35/1970 voru felld úr gildi
með lögum nr.25/1985 og lögum nr.62/1990. Nauðsynlegt er að
hafa þá grein einmitt í þessum lagabálki, sem fjallar um
kirkjur. 2. málsgr. fylgir þar eðlilega.
Hér er lagt til að nokkru rýmri ákvæði séu upp tekin um
niðurfellingu gjalda.
3. málsgr. er nýmæli. Reynsla hefur sýnt, að á slíku
ákvæði er mikil nauðsyn. Til þess að því ákvæði sé
framfylgt, er kveðið á um að samráð sé haft við prófast, þar
sem ekki hafa verið kosnar sóknarnefndir. En eðli máls
samkvæmt verður sókn ekki stofnuð fyrr en íbúar eru fluttir
157