Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 162
Vísað til löggjafarnefndar ( frsm. sr. Jón E. Einarsson).
Framsögumaður rakti breytingar nefndarinnar, sem voru allmiklar þó að frumvarpið og
greinargerð þess hafi verið velunnin.
Miklar umræður urðu um málið við síðari umræðu og komu fram nokkrar
breytingatillögur.
Breytingartillaga sr Þórhalls Höskuldssonar:
Löggjafarnefnd leggur til, að frumvarpið verði
samþykkt með eftirfarandi breytingum og svohljóðandi bókun:
Kirkjuþing felur kirkjuráði og kirkjulaganefnd að kanna hvort sum ákvæði frumvarpsins
eigi ekki betur heima f'Reglum og reglugerðum um kirkjur og safnaðarheimili og
notkun þeirra".
Kirkjuþing bendir t.d. á 6. 8. 10. 13. og 16. gr. og 5. kafla að mestu
Síðar komi: Eftirtaldar breytingar leggur nefndin til, að gerðar verði.
1. 1. málsgrein 1. gr. orðist svo: í lögum þessum er orðið kirkja notað um vígt
guðshús kristinna manna.
2. 2. málsgrein 1. gr. orðist svo: Sóknarkirkja er sú kirkja nefnd, sem ákveðin
kirkjusókn stendur að og söfnuðurinn notar til reglulegs helgihalds eftir því, sem
mælt er fyrir um þjónusturétt sbr. lög nr. 25/1985, 9. gr.
3. í stað orðsins "kirkju" í 3. málsgrein 2. gr. komi orðið sóknarkirkiu.
4. 3. gr. frumvarpsins orðist svo: Kirkjur þær, sem kirkjusóknir hafa reist og reisa
eftirleiðis, eða söfnuðir hafa tekið við til umsjónar og fjárhalds, sbr. lög nr.
22/1907 um það efni, eru í umsjá og á ábyrgð sóknarnefndar og sóknarprests
undir tilsjón prófasts og biskups og eftir atvikum kirkjumálaráðherra samkvæmt
því, er lög og venjur ganga til um.
5. 1. málsgrein 4. gr. orðist svo:
Aðalsafnaðarfundur getur ákveðið, að kirkjusókn taki við lénskirkju, bændakirkju
eða kapellu til umsjónar, enda staðfesti héraðsfundur og biskup slíka ályktun.
Skal þá fara með mál svo sem fyrir er mælt í lögum nr. 25/1985, 4. gr.
6. Úr 5. gr. falli brott orðin: "eiganda eða" og "kirkju eða kapellu."
7. I stað orðanna: "Biskup Islands" í 6. gr. komi biskup.
8. í stað orðsins "greftrunarkapellu" í 2. málsgrein 7. gr. komi greftrunarkirkiu sbr.
6. gr. laga nr. 25/1985.
9. í stað orðsins. "fasteignir" í 1. málsgrein 8. gr. komi orðið eignir.
159