Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 178
1991
22. Kirkjuþing
8. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um nytt reikningsform
fyrir kirkjur og kirkiugarða
Flutt af kirkjuráði
Frsm. Sr. Jón Einarsson
GREINARGERÐ
Kirkjuþing 1990 fól kirkjuráði að láta gera staðlað reikningsform fyrir kirkjur og
kirkjugarða, sem kæmi í stað þess reikningsforms, sem fram að þessu hefur verið dreift
til sókna og víðast er notað, en löngu er orðið úrelt og í rauninni ónothæft.
Það form, sem hér er gerð tillaga um, er einfalt og ætti að vera auðskilið
reikningshöldurum kirkna og kirkjugarða, þótt eigi hafi sérmenntun í bókhaldi.
Formið byggir ekki á reikningsskilaaðferðum stórra fyrirtækja, þar sem reikningar
eru oft flóknir og sum hugtök ókunn ófaglærðu fólki í bókhaldi. Lögð er áhersla á, að
reikningsformið sé aðgengilegt og skiljanlegt og komi ekki síst hinum fámennari sóknum
að notum, en verði jafnframt nothæft fyrir fjölmennar sóknir. Þá tekur þetta form ekki
til reksturs safnaðarheimila, þar sem þau hafa sjálfstæðan rekstur.
Ætla má, að mjög fjölmennir söfnuðir feli löggiltum endurskoðendum gerð
ársreikninga kirkna og kirkjugarða, svo sem nú er almennt tíðkað. í þeim reikningum
verða fullkomnari og fjölþættari reikningsskilaaðferðir og skýringar en lagt er til í þessu
reikningsformi.
Framsögumaður fór yfir greinargerð, sem fylgir og útskýrði reikningsformin.
Við fyrri umræðu lagði Jóhann Björnsson til að hafa tvo dálka svo ætíð sé hægt að sjá
stöðu fyrra árs.
Vísað til fjárhagsnefndar (frsm. Halldór Finnsson).
Tillagan var samþykkt samhljóða þannig orðuð:
Kirkjuþing samþykkir að leggja til við kirkjuráð, að unnið verði áfram að stöðlun
reikningsforms, sem gildi fyrir allar sóknir, stórar sem smáar, og löggiltur endurskoðandi
verði fenginn til ráða. Þessu verki verði lokið það tímanlega, að hægt verði að nota
formið við næsta árs uppgjör.
175