Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 184
1991
22. Kirkjuþing
9. mál
T I L L A G A
til þingsálvktunar um stöðu prestsetursjarða
Flutt af kirkjuráði
Frsm. Þorleifur Kj. Kristmundsson
Kirkjuþing samþykkir, að komið verði á fót sérstakri starfsnefnd, sem annist
úttekt á núverandi aðstæðum allra prestsetra landsins og geri tillögur um hvernig
eðlilegt sé að staða prestsetranna og prestanna sé á hverjum stað. Nefhd þessi verði
umsagnar- og úrskurðaraðili í öllum ágreiningsmálum sem upp kunna að koma varðandi
prestssetrin.
Nefndina skipi þrír menn, tveir "staðar" prestar, (ekki væri óeðlilegt að annar
væri "staðar" prófastur) og einn frá biskupsstofu, sem sé formaður nefndarinnar.
Nefndin eigi rétt á lögfræðilegri aðstoð fagráðuneytis kirkjunnar, og sé jafnframt heimilt
að leita lögfræðilegrar aðstoðar víðar.
Prestana í nefndina velji Prestafélag íslands í náinni samvinnu við hugsanleg
samtök "staðarpresta".
GREINARGERÐ
Greinargerð og tillaga nefndar, sem kirkjuráð skipaði þann 15. nóvember 1990,
skv. bréfi biskups Islands frá 10. desember 1990. Nefndina skipa: Sr. Baldur
Kristjánsson, sr. Gunnlaugur Stefánsson og sr. Þorleifur Kj. Kristmundsson.
Nefndin er sammála um að nauðsynlegt sé, að prestssetur í sveitum haldist með
þeim gögnum og gæðum, sem þeim fylgja og fylgt hafa. Það er einfaldlega nauðsynlegt
til að prestar fáist til að sitja prestssetrin.
Nefndin telur rétt að það komi fram að það er nánast ágreiningslaust innan
prestastéttarinnar, að prestssetrin séu setin, til að þeir prestar, sem hafa áhuga á
búskap og ræktun og nýtingu hlunninda geti séð sér farborða með því. I hinum öru
breytingum nútímans gætir tilhneiginga til að þrengja kost prestssetursjarðanna og sú
hætta eykst greinilega þegar verkaskipting þykir jafnvel óhjákvæmileg.
Niðurstöður nefndarinnar fengust af samræðum okkar nefndarmanna innbyrðis.
Enduðu þær umræður með því að fjórar spurningar voru lagðar til grundvallar umræðu
og niðurstöðu okkar.
181