Gerðir kirkjuþings - 1991, Blaðsíða 185
Til að fá sem gleggstar upplýsingar um afstöðu þeirra, sem málið varðar helst,
ákvað nefndin að hafa samband við "staðarpresta". Þess vegna ákvað nefndin að rétt
væri að formaður færi um landið til að ræða persónulega við nokkra presta.
Sú ferð var farin á tímanum 19. til 26. september sl.
Grundvallarspurningar eru þessar:
1. Hver er staða presta á prestssetrum?
2. Hvað eru hlunnindi og hvað þarf að standa vörð um?
3. Hverjir eiga að standa vörð um prestssetrin og hlunnindi þeirra?
4. Er ástæða til að styrkja "varnargarðinn" og þá hvernig?
Svör við spurningum eru svo tekin saman á þennan hátt. Um flesta hluti eru allir
sammála.
1. Mörgum prestum finnst að staða þeirra á prestssetrum sé ótrygg og oft
mjög óljóst hver séu réttindi og skyldur þeirra. Tala sumir um að þeir
finni til nokkurrar óöryggistilfinningar. Þá er það veigamikið atriði að oft
finnst prestum erfitt að sækja rétt prestsseturs í hendur sóknarbarna,
vegna þess að þeim finnst miður að standa í deilum við þau. Það sama
getur gilt um prófasta.
2. Hlunnindi, sem við vitum um og þarf að hugsa um og varðveita eru td.:
Æðarvarp (dún og eggjatekja), fugla og eggjatekja önnur, lax- og
silungsveiði, selveiði, reki, ýmis konar ítök, vatnsréttindi (heitt og kalt vatn
og virkjanir), framleiðsluréttur, efnistaka í landi prestssetra, umgengni og
meðferð lands, t.d. v/raflína, vegalagninga, yfirferða um land með vélar,
o.s.frv, leigulóðir, rafmagnshlunnindi og önnur slík.
Ánægja er meðal nefndarmanna og flestra staðarpresta með afstöðu biskups og
embættis hans og samstarfs hans og stjórnar Prestafélags íslands vegna framleiðsluréttar
prestssetra nú í sumar, (ágústlok).
3. Það virðist vera nokkuð ljóst að vörðinn um prestssetrin eigi
staðarprestarnir að standa og þeim til styrktar séu héraðsprófastar (og
jafnvel einnig sóknarnefndir?), þá sé hægt að leita til biskupsembættis og
ráðuneytis. Ljóst er samt að víða hefur varslan farið út um þúfur ýmissa
hluta vegna.
4. Staða prestssetranna er afar viðamikið mál og er ljóst að það þarf að hafa
góða yfirsýn yfir réttindi og skyldur presta á þeim. Mjög víða er pottur
brotinn í málefnum prestssetra og einnig óljóst um setu presta á
prestssetrum og stöðu þeirra gagnvart þeim. Greinilegt er að ekki er hægt
182