Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 188
4. gr.
Kosningarétt við vígslubiskupskjör eiga þeir sömu og við kjör biskups íslands og hafa
búsetu og starfa í viðkomandi vígslubiskupsumdæmi þegar kjör fer fram.
5. gr.
Þriggja manna kjörstjórn fer með yfirstjórn, undirbúning og framkvæmd
biskupskosningar. Formaður hennar er ráðuneytisstjórinn í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu, en varamaður hans er sá skrifstofustjóri í sama ráðuneyti,
sem er staðgengill ráðuneytisstjóra. Stjórn Prestafélags Islands tilnefnir annan
kjörstjómarmann, svo og varamann. Kirkjuráð tilnefnir þriðja manninn og varamann
hans.
Kjörstjórn úrskurðar um kosningarrétt og kjörgengi, hvort rétt hafi verið staðið að
tilnefningu á biskupsefni og um gildi einstakra atkvæðaseðla. Urskurði kjörstjórnar má,
innan viku frá því að hann gekk, skjóta til kirkjumálaráðherra, sem leysir úr máli til
fullnaðar.
6. gr.
Kjörstjórn semur kjörskrá. Hún skal liggja frammi á biskupsstofu og hjá próföstum
og á öðrum stöðum, sem kjörstjóm ákveður í 3 vikur. Kjörstjórn auglýsir framlagningu
kjörskrár, á hvaða stöðum hún liggur frammi og frest til að koma að kærum vegna
hennar. Hún úrskurðar kærur út af kjörskrá og gengur endanlega frá henni.
7. gr.
Að lokinni endanlegri gerð kjörskrár, þ.m.t. úrlausn ráðherra, sé máli til hans
skotið, auglýsir kjörstjórn eftir tilnefningum á biskupsefnum á sama hátt og hún auglýsir
framlagningu kjörskrár. í auglýsingu skal kveðið á um ákveðinn frest til að skila
tilnefningum og hvemig ganga skuli frá þeim.
8. gr.
Þeim sem kosningarrétt hafa til kjörs hlutaðeigandi biskups er heimilt að tilnefna
biskupsefni. Þeir sem standa að tilnefningu skulu eigi vera færri en 10 af hundraði og
eigi fleiri en 25 af hundraði þeirra sem eru á kjörskrá. Hverjum manni er eigi heimilt
að tilnefna nema eitt biskupsefni.
Tilnefningum skal skila í hendur kjörstjórnar ásamt skriflegu samþykki biskupsefnis.
9. gr.
Nauðsynleg kjörgögn em:
1. Kjörseðill með árituðum nöfnum þeirra biskupsefna, sem tilnefnd hafa verið
og að auki auðri línu fyrir þá sem vilja kjósa annað biskupsefni en tilnefnt er.
185