Gerðir kirkjuþings - 1991, Síða 194
séu send kjörstjórn í ábyrgðarpósti. Það myndi ekki hafa áhrif á gildi atkvæðaseðils, að
hann sé boðsendur enda sé kvittað fyrir afhendingu.
Um 10. gr.
Ákvæðið er samhljóða 5. gr. laga nr. 96/1980 og kveður á um lokafrest til að koma
að kærum vegna kosningar. Talning fer ekki fram fyrr en að liðnum kærufresti.
Um 11. gr.
Fjallar um úrslit kosningar.
Um 1. tölulið. Nýmæli er, að ef aðeins einn maður er tilnefndur, er hann
réttkjörinn biskup án atkvæðagreiðslu.
Um 2. tölulið. Fjallar um það, þegar tveir menn eru tilnefndir. Verði atkvæði jöfn
skal endurtaka kosningu. Sá sem flest fær atkvæði við endurtekna kosningu er rétt
kjörinn biskup, sbr. 3. tl. Verði atkvæði jöfn við endurtekna kosningu skal veita öðrum
hvorum embættið, sbr. 3. tl.
Um 3. tölulið. Fjallar um það, þegar þrír eða fleiri eru tilnefndir. Áskilið er, að
biskupsefni verði þá að fá a.m.k. 40 af hundraði greiddra atkvæða til þess að teljast
réttkjörinn. Fái tveir þann atkvæðafjölda, skal endurtaka kosninguna. Ef enginn fær
þann atkvæðafjölda, skal endurtaka kosninguna milli þeirra tveggja, sem fengu flest
atkvæði. Ef atkvæði hafa orðið jöfn, skal varpa hlutkesti um það milli hverra tveggja
skal kjósa, en skv. lögum 96/1980 6. gr. skal í endurtekinni kosningu kjósa á milli
þriggja. Verði atkvæði jöfn í endurtekinni kosningu skal veita öðrum hvorum embættið
og á það einnig við um 2. tölulið.
Forseti íslands skipar biskupa, skv. 35. og 43. gr. laga nr. 62/1990.
Um 12. gr.
Reglugerðarákvæði. Nauðsynlegt er að setja nánari reglur um framkvæmd
biskupakosninga í reglugerð, sbr. núgildandi reglugerð um biskupskosningu nr. 151/1981.
Um 13. gr.
Þarfnast ekki athugasemda.
Ákvæði til bráðabirgða
Gert er ráð fyrir, að kjörmenn leikmanna verði kosnir á héraðsfundum 1992, þannig
að tilskilinn fjöldi kjörmanna skv. lögunum verði fyrir hendi, þegar þau taka gildi.
Umboð kjörmanna, sem kosnir hafa verið á grundvelli laga nr. 96/1980 rennur út við
gildistöku laganna.
191