Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 219
Eins og sjá má eru þessar tölur ógnvekjandi og ber ísl. Þjóðkirkjunni aö leitast
við að ráða fram úr þessum málum með viðeigandi ráðum.
í þessum efnum sem öðrum, er varða vandamál utangarðsfólks og hinna
geðsjúku, stendur Þjóðkirkjan að því er virðist utan við alla umræðu, er rætt er um
hjálp hinu ógæfusama fólks til handa, Eins og grein um "Málefni geðfatlaðra-Alit
starfshóps, "er nýlega birtist í Fréttabréfi Öryrkjabandalags íslands 3.tbl. 1991 ber með
sér, en í upphafi greinarinnar stendur orðrétt "í lok janúar s.l. skipaði
félagsmálaráðherra starfshóp til að gera tillögur um úrbætur á húsnæðis- og
félagsmálum alvarlega geðsjúkra, sem eru útskrifaðir af geðdeildum og búa við
óviðunandi aðstæður"
Athygli vekur að Þjóðkirkjan á engan fulltrúa í þessum starfshópi, en alls eru
nefndarmenn 7 að tölu.
Ég legg þetta frumvarp fyrir þetta 22. Kirkjuþing í trausti þess að þegar verði
hafist handa af hálfu Þjóðkirkjunnar um víðtækt hjálparstarf meðal þessa fólks minnug
orða frelsara mannanna: "Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna
minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér."
Vísað til allsherjarnefndar ( frsm. sr. Gunnar E. Hauksson), sem leggur til að tillagan
verði samþykkt svohljóðandi:
Kirkjuþing 1991 þakkar Geðhjálp og öðrum þeim aðilum sem vinna
ómetanlegt starf í þágu geðsjúkra. Kirkjuþing hvetur til þess að geðsjúkum
sé hvarvetna mætt með kærleika og fordómaleysi.
Kirkjuþing beinir því til fræðslu- og þjónustudeildar biskupsstofu að leita
samstarfs við prest fatlaðra, áhugafélög og opinbera aðila um athvörf og
aðstoð við afvegaleidda unglinga og geðsjúka.
Sr. Þórhallur Höskuldsson lagði til að strika út í öðrum lið álits nefndarinnar "fatlaðra",
hafa "presta" og strika út "afvegaleidda unglinga".
Breytingartillagan samþykkt með 9 atkvæðum gegn 5.
Álit allsherjarnefndar með breytingartillögu samþykkt mótatkvæðalaust.
216