Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 221
1991
22. Kirkjuþing
18. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um Hinn almenna kirkjusjóð
Flm. og frsm. sr. Karl Sigurbjörnsson
Kirkjuþing 1991 ályktar að fela biskupi og kirkjuráði að leita leiða til eflingar og
endurnýjunar Hinum almenna kirkjusjóði með það fyrir augum að honum verði gert
kleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu að nýju. Skal einkum huga að því hvernig hægt
verði að laða söfnuðina til að ávaxta fé sitt í honum í ríkara mæli, og hvort og hvernig
hægt væri að deildaskipta sjóðnum, þannig að hluti hans verði ávaxtaður í héraði.
GREINARGERÐ
Á alþingi 1877 bar Benedikt Sveinsson fram frumvarp um kirkjur og um laun presta.
Þar er mælt fyrir að stofna skyldi kirkjusjóð fyrir allar kirkjur landsins, og í hann renni
allar kirkjutekjur, sem afgangs verða þegar greiddar hafa verið afborganir af skuldum
kirkna og það sem fer til árlegra gjalda og viðhalds. Af þessum sjóði skyldi svo reisa
allar nýjar kirkjur og framkvæma aðgerðir og kaupa nýja hluti til þeirra, td. hljóðfæri.
Sjóðnum stjórni kirkjuráð, sem skipað sé biskupi og tveim mönnum kjörnum af Alþingi.
(Sjá Alþingi og kirkjumálin bls. 58, Alþingis tíðindi 1877, II 500) Svipað frumvarp var
borið fram 1885 af Friðrik Stefánssyni, en hlaut ekki afgreiðslu. Arið 1889 bar Þórarinn
Böðvarsson fram vandað og ítarlegt frumvarp um tekjur og umsjón kirkna. Þar er
kveðið á um stofnun Hins almenna kirkjusjóðs. í honum skal geyma allt fé sem kirkjur
eiga afgangs útgjöldum. Kirkjur hafa forgangsrétt til lána úr sjóðnum. Reikningshaldari
má hafa allt að 100 krónum undir höndum vaxtalaust. Kirkjur greiði vexti af því sem
þær fá að láni. Greinilega er kveðið á um að hver kirkja eigi þar sitt eigið fé, sína
viðskiptabók. Þetta frumvarp varð að lögum 1890, Lög nr. 20. 22. maí 1890 "Um
innheimtu og meðferð á kirknafé." Er óhætt að segja að þessi sjóður hafi orðið hið
mesta þarfaþing fyrir kirkju þessa lands. Þar fékk hún fjárforræði að vissu marki, og
bolmagn til að mæta breyttum tímum í starfi. Enn bera fagrar og dýrmætar
kirkjubyggingar um land allt til sjávar og sveita vitni um þá möguleika sem hinn
almenni kirkjusjóður veitti söfnuðunum meðan hann var og hét. Aldamótakirkjurnar
sem margar eru perlur íslenskrar byggingarlistar.
Stofnun Hins almenna kirkjusjóðs er enn einn votturinn um framsýni og kirkjulega sýn
sr. Þórarins Böðvarssonar. Það er ekkert vafamál að Hinn almenni kirkjusjóður gæti
verið eitthvert mikilvægasta starfstæki kirkjunnar. Það er hins vegar sorglegt til þess að
218