Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 222
vita hvemig kirkjan hefur haldiö á málum þessa sjóðs. Hann hefur skroppiö saman og
visnað og er vart nema nafnið tómt. Það er ekki við stjórnvöld að sakast og fégírugt
ríkisvald, heldur þjóðkirkjuna eina. Söfnuðir, safnaðarstjórnir um land allt hafa um langt
árabil komist hjá því að ávaxta fé sitt í honum. Á tímabili mun það hafa verið vegna
þess að ávöxtun sjóðsins var til mun óhagstæðari en almenn tíðkaðist í bankastofnunum.
Sú er ekki lengur raunin. Ein veigamesta mótbáran hefur þó verið sú að með því að
ávaxta kirknafé í sjóðnum sé fé fært úr héraði hingað að Faxaflóa. Þröngsýn
byggðasjónarmið hafa kæft hina kirkjulegu vitund og samstöðu.
Á sama tíma og kirkjan áfellist stjórnvöld og það réttilega, fyrir að halda eftir af
lögboðnu innheimtufé, og hafa ekki lög í heiðri, lætur kirkjan það óátalið að hennar
eigin söfnuðir haldi ekld lög og ávaxti ekki fé sitt í þessum sameiginlega sjóði
kirkjunnar.
Vissulega er þetta viðkvæmt mál og flókið. Hér er ekki hvatt til neinna harðra aðgerða,
heldur umræðu og samninga.
Með þessari ályktun er hvatt til þess að kirkjan líti í eigin barm og hugi að því hvernig
hún geti eflt hag sinn og styrkt stöðu sína með betri nýtingu þeirra fjármuna sem hún
þó hefur til ráðstöfunar.
Sem betur fer hefur hagur safnaða batnað með hinum nýju lögum um sóknagjöld.
Hins vegar eru margir söfnuðir í mikilli fjárþröng, og bundnir á þunga skuldaklafa, sem
stendur þeim mjög fyrir þrifum. Aðrir söfnuðir eru sem betur fer vel settir, eiga hús
sín skuldlítil eða skuldlaus og sjá ekki fram á neinar meiri háttar framkvæmdir í
nánustu framtíð. Fé þeirra væri frá kirkjulegu sjónarmiði betur ávaxtað í Hinum
almenna kirkjusjóði en í pappírum og bankahólfum. Fjölmörg ný verkefni í boðun og
líknarstarfi bíða viðbragða og frumkvæðis kirkjunnar. Verk sem fleiri söfnuðir gætu
saman unnið að.
Það fé sem ávaxtað er í Hinum almenna kirkjusjóði er ekki glatað söfnuðinum öðru
nær. Hinn almenni kirkjusjóður er hlutdeildarsjóður kirknanna þar sem hver söfnuður
á sína innistæðu á vöxtum.
Víða í nágrannalöndum okkar mynda heilu prófastsdæmin eða einstakar borgir,
fjárhagslega heild (samfállighet í Svíþjóð). Þar renna öll kirkjugjöld í sameiginlegan
sjóð sem sérstök stjórn sjóðsins úthlutar söfnuðunum síðan til starfsemi þeirra
samkvæmt fjárhagsáætlunum á hverju ári. Þetta tryggir þeim besta nýtingu fjármagns
og kemur þeim veikari og smærri til góða. Þetta væri vissulega athugandi hér, en til
þess þarf lagasetningu. Hitt má ekki gleymast að í Hinum almenna kirkjusjóði eigum
við tæki til jöfnunar og nýtingar fjármuna, sem við þyrftum að nýta mun betur.
Hér er hvatt til þess að hugað sé að því hvort unnt sé að deildaskipta Hinum almenna
kirkjusjóði. Það má láta sér til hugar koma að til dæmis helmingur innistæðufjár hverrar
kirkju væri ávaxtaður innan héraðs.
219