Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 234
1991
22. Kirkjuþing
25. mál
T I L L A G A
til þingsálvktunar um brevtingu á lögum nr. 25/1985.
um sóknir o.fl.
Flm. Jóhann E. Björnsson, sr. Hreinn Hjartarson og Hólmfríöur Pétursdóttir
Frsm. Jóhann E. Björnsson
5. grein ofangreindra laga hljóðar svo:
"Nú er kirkjusókn skipt og tekin upp ný sókn eða sóknarmörk færð til, og skal
þá miða fjárskipti sóknanna við hlutfallslegan fjölda þeirra sóknarmanna sem
breytingin tekur til Ef aðilja greinir á um fjárskiptin, geta viðkomandi
sóknarnefndir krafist þess að kirkjumálaráðherra skipi tvo menn í nefnd með
prófasti, er útkljái ágreiningsefni til fullnaðar. Prófastur er formaður
nefndarinnar. Sé prófastur sóknarprestur í kirkjusókn sem skipta á er honum rétt
að víkja sæti og skal biskup skipa mann í hans stað. Nefndin veitir aðiljum færi
á að skýra mál sitt og kannar hún námsefnin eftir föngum. Hún kveður að svo
búnu á um íjárskiptin, þ.á.m. um greiðslukjör."
Lagt er til að 5. grein laganna hljóði þannig eftir breytingu:
Nú er kirkjusókn skipt og tekin upp ný sókna eða sóknarmörk færð til, og skal
þá miða fjárskipti sóknanna við hlutfallslegan fjölda þeirra sóknarmanna sem
breytingin tekur til. Þegar kirkjusókn er skipt og ný stofnuð í nýju byggðahverfi,
á hin nýja sókn aðeins tilkall til þerra fjármuna, sem sóknarmenn hinnar nýju
sóknar hafa sannanlega lagt til eldri sóknarinnar, þó að frádreginni sanngjarnri
þóknun fyrir þá þjónustu, sem sóknarmenn nýju sóknarinnar nutu meðan sóknin
var óskipt. Ef aðilja greinir á um íjárskiptin, geta viðkomandi sóknarnefndir
krafist þess að kirkjumálaráðherra skipi svo menn í nefnd með prófasti, er útkljái
ágreiningsefnið til fullnaðar. Prófastur er formaður nefndarinnar. Sé prófastur
sóknarprestur í kirkjusókn sem skipta á er honum rétt að víkja sæti og skal
biskup skipa annan í hans stað. Nefndin veitir aðilum færi á að skýra mál sitt
og kannar hún málsefnin eftir föngum. Hún kveður að svo búnu á um fjárskiptin,
þ.á.m. um greiðslukjör.
231