Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 238
1991
22. Kirkjuþing
28. mál
T I L L A G A
✓
til þingsálvktunar um notkun starfsheita í Þióðkirkiu Islands
Flm. og frsm sr. Jón Einarsson
Kirkjuþing ályktar að fela biskupi að setja reglur um notkun starfsheita í
Þjóðkirkju íslands, starfsmönnum kirkjunnar, fjölmiðlum og almenningi til leiðbeiningar
og eftirbreytni.
GREINARGERÐ:
Notkun starfsheita innan Þjóðkirkjunnar er talsvert á reiki og gætir oft
ósamkvæmni og ónákvæmni í þeim efnum. Stundum eru starfsheiti jafnvel notuð á
rangan og villandi hátt.
Nokkuð ber á því, að vígslubiskuparnir í Skálholtsstifti og Hólastifti séu nefndir
Skálholtsbiskup og Hólabiskup eða jafnvel talað um biskup í Skálholti og biskup á
Hólum. Þetta er augljóslega rangt og á sér ekki stoð í lögum. Island er eitt
biskupsdæmi og einn maður, sem ber starfsheitið biskup. A það til dæmis við í öllum
lagagreinum, þar sem orðið biskup kemur fyrir. í VII. kafla laga um skipan prestakalla
og prófastsdæma og um starfsmenn Þjóðkirkju Islands nr. 62/1990 er fjallað um
vígslubiskupa og embætti þeirra. Af lögunum er ljóst, að um þá ber að nota starfsheitið
vígslubiskup.
Flutningsmaður telur rétt, að starfsheitið prófastur sé notað um alla, sem gegna
því embætti, en ekki starfsheitið héraðsprófastur, svo sem stundum er gert. Þá hlýtur
starfsheitið dómprófastur að falla niður, þegar núverandi dómprófastur lætur af
embætti.
Gróin hefð er, að prestar Þjóðkirkjunnar, sem prestaköllum gegna, beri
starfsheitið sóknarprestur, en prestar fríkirkjusafnaða starfsheitið safnaðarprestur. Samt
eru þess dæmi, að starfsheitið safnaðarprestur sé notað innan Þjóðkirkjunnar.
Flutningsmaður telur rangt að nota starfsheitið rektor um forstöðumann
Skálholtsskóla a.m.k. miðað við starfsemi skólans nú. Rétt er að gæta samræmis um
þetta starfsheiti milli skóla kirkjunnar bæði í Skálholti og á Löngumýri.
235