Gerðir kirkjuþings - 1991, Page 246
1991
22. Kirkjuþing
32. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um lögfræðing á vegum kirkjunnar.
Flm. Halldóra Jónsdóttir og sr. Þórhallur Höskuldsson
Frsm. Halldóra Jónsdóttir
Kirkjuþing beinir því til kirkjuráðs og biskups að á vegum kirkjunnar starfi
lögfræðingur sem starfsmenn hennar geta vísað skjólstæðingum sínum á og þeir leitað
til vegna lögfræðilegra álitamála.
GREINARGERÐ.
Margvísleg lögfræðileg álitamál geta vaknað og starfsmenn kirkjunnar þurfa oft
að geta ráðlagt skjólstæðingum sínum og vísað á leiðir í slíkum tilvikum.
Sem dæmi má nefna að fólk á oft í miklum vanda þegar það missir ástvin af
slysförum, og þarf að sækja rétt sinn til tryggingafélaga. Sérstakt er vandamálið, verði
slysið erlendis. Tryggingafélög hafa lögfræðinga sem þau benda fólki á, en
flutningsmaður telur mikilvægt að þarna eigi kirkjan hlut að.
Að á vegum Þjóðkirkjunnar sé löglærður aðili sem hægt sé að leita til, bæði með
ráðleggingar, en einnig til að berjast fyrir réttindum aðstandenda, þegar þess gerist þörf.
Að hægt sé að leita til hans um ráðleggingar um skiptingu dánarbúa, því fólk veit ekki
alltaf hvert hægt er að snúa sér í slíkum tilfellum.
Fjölmargar fleiri lögfræðilegar spurningar geta vaknað hjá einstaklingum,
söfnuðum og prestum. Því væri augljóst hagræði, jafnt fyrir söfnuði landsins og yfirstjórn
kirkjunnar, að hafa starfandi lögfræðing á sínum vegum.
Hvorki sá lögfræðingur sem nú er í starfi á Biskupsstofu , né heldur lögfræðingur
kirkjumálaráðuneytisins, hafa það hlutverk að vera beinlínis lögfræðingar kirkjunnar,
þótt þeir taki þátt í stjórnun hennar.
Vísað til löggjafarnefndar ( frsm. sr. Sigurjón Einarsson ).
Nefndin lagði til, að tillagan yrði samþykkt þannig orðuð:
Kirkjuþing beinir því til biskups og kirkjuráðs að láta taka saman lögfræðilega
greinargerð um rétt fólks á sviði tryggingamála. Greinargerðin verði kynnt prestum og
öðru starfsfólki kirkjunnar.
Samþykkt samhljóða.
243