Gerðir kirkjuþings - 1991, Side 251
1991
22. Kirkjuþing
35. mál
T I L L A G A
til þingsálvktunar um að Árnes-, Hólmavíkur- og Prestbakkaprestaköll
verði færð til ísafjarðarprófastsdæmis o.fl.
Flm. og frsm. sr. Gunnar E. Hauksson
22. kirkjuþing haldið 1991 leggur til að Árnes-, Hólmavíkur- og
Prestbakkaprestaköll verði færð til ísafjarðarprófastsdæmis. Hins vegar heyri Staðarsókn
í Vestur-Húnavatnssýslu til Húnavatnsprófastsdæmi, þótt hún sé hluti
Prestsbakkaprestakalls, enda verði ábýli Staðarsóknar, er liggja vestan Hrútarfjarðarár,
færð til Prestbakkasóknar.
GREINARGERÐ
Vorið 1970 var lögfest á Alþingi að Strandaprófastsdæmi í Skálholtsbiskupsdæmi skyldi
verða hluti Húnavatnsprófastsdæmi í Hólabiskupsdæmi.
Strandir hafa tilheyrt Skálholtsbiskupsdæmi frá því er biskupsstóll var fyrst
stofnaður árið 1056. Þegar Strandaprófastsdæmi var lagt niður, en það tók þá yfir
Strandasýslu og Staðarhrepp í Vestur-Húnavatnssýslu, hefði verið full lagaleg nauðsyn
að breyta mörkum Hólastiftis forna. Þetta var ekki gert, enda kusu Strandaprestar
vígslubiskup til Skálholts 1989, 19 árum eftir að Strandaprófastsdæmi var lagt undir
Húnavatnsprófastsdæmi. Á s.l. vori brá hins vegar svo við að Strandaprestum voru
sendir kjörseðlar í vígslubiskupskosningunum í Hólastifti.
Helsti galli þess að hin þrjú prestaköll, Árnes-, Hólmavíkur- og
Prestbakkaprestaköll séu með Húnvetningum er að söguleg hefð, sem rakin er óslitin
til upphafs biskupsstóls á íslandi, er rofin án nauðsynjar og ekki með skýrri
lagasetningu.
Prestbakkaprestakall tekur yfir tvær sóknir í Strandasýslu og eina sókn, sem
liggur aðeins að hluta (u.þ.b. 1/4) í sýslunni, en annars í Vestur-Húnavatnssýslu, og er
sóknarkirkja þar á hinu forna prestsetri Stað. Árið 1758 var staðfest samþykkt
konungsbréfs frá 1756 við beiðni bændanna á jörðunum innan Borðeyrar í Bæjarhreppi
og Prestbakkasókn í Strandaprófastsdæmi um að heimilishús þeirra með ábýlum heyri
framvegis Staðarsókn, en skammt er til kirkjunnar á Stað, ef riðnar eru Leirurnar,
Hrútafjarðará eða farið á ís. Helst sú skipan enn, þótt fremur sæki fólk af þessum
bæjum Prestbakkakirkju en Staðar.
248