Són - 01.01.2003, Side 9

Són - 01.01.2003, Side 9
NÝ FRAMSETNING Í BRAGFRÆÐI 9 munur á að þær eru oftast ortar út af bóksögum. En rímur eiga þó ekki síður margt sameiginlegt með skrautstíl dróttkvæða og hinu forna handverki en þann þátt hefur mörgum trúlega þótt vanta í sögurnar. Bundið mál er, eins og áður segir, miklu verr til þess fallið að segja sögu en óbundið og því ekki nema von að frásögn rímnanna yrði víða hið mesta klúður. Aftur á móti tókst rímnaskáldunum oft vel upp í að lýsa æsilegum atburðum og hið sjónræna verður vitaskuld miklu fyrirferðarmeira í rímum en þeim sögum sem þær voru ortar út af. Tvær sjóferðavísur úr „Örvar-Odds rímu“ Bólu-Hjálmars skýra þetta vel:4 Ástum þrungin Ægis jóð upp úr gægðust köfum, skjöldung sungu skemmtin ljóð og skautuðu hvítum tröfum. (Örvar-Odds ríma I, 38) Þeir sem vel kunnu rímnamálið hafa vafalaust haft listræna nautn af myndinni sem dregin er upp af hinum hvítfölduðu, ástleitnu Ægisdætrum sem kveða skemmtiljóð konunginum. Myndvísinni er aftur á móti ekki fyrir að fara í eftirfarandi vísu úr sömu rímu:5 Svo til héldum Svíþjóðar sorgalaus um dægur, stýrði veldi stóru þar stillir Yngvi frægur. (Örvar-Odds ríma I, 128) En myndflúrið var ekki eini kostur hins bundna máls rímnanna. Rímnastemmurnar höfðu sitt að segja og fjölbreytni rímsins gat orðið enn meiri en í dróttkvæðum. Það má því segja að rímur séu hlið- stæðar listrænu handbragði eins og það kemur fram í skrautlist mið- alda þótt þær skírskoti til annarra skynsviða. Til nánari skýringar er rétt að taka dæmi um tvær ferskeytlur, aðra óbreytta, sem kallað er, en hina breytta. 4 Hjálmar Jónsson frá Bólu (1965:299). 5 Hjálmar Jónsson frá Bólu (1965:309).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.