Són - 01.01.2003, Page 11

Són - 01.01.2003, Page 11
NÝ FRAMSETNING Í BRAGFRÆÐI 11 tvíliður (eitt áhersluatkvæði + eitt áherslulétt atkvæði). Tölurnar þar á eftir merkja svo að fjórar kveður séu í fyrstu línu, þrjár í annarri, fjórar í þriðju og þrjár í fjórðu. Bókstafirnir þar á eftir sýna hvernig rím er í vísunni. Lítið a merkir að endarím í fyrstu línu er aðeins á einu atkvæði (stýfður liður eða stúfur, einnig nefnt karlrím) og rímar sú lína við aðra línu: blá – há. B merkir svo að rísa er annað rímorðið í röðinni og þar sem það er stór stafur táknar það að í því eru tvö atkvæði (kvenrím) og rímar það á móti rímorði fjórðu línu: rísa – -dísa. Þótt framsetning af þessu tagi sé skýr og skilmerkileg fyrir þá sem eru orðnir vanir þessari táknanotkun er hún vissulega óhlutbundin og langt frá bragarhætti ljóðsins í hugum margra. Þá vantar mikið á að þetta táknkerfi hrökkvi til að lýsa flóknu innrími eins og er í fjölmörgum undirháttum rímna. Illgerlegt væri til dæmis að tákna hina flóknu rímfléttu framangreindrar vísu úr „Göngu-Hrólfs rím- um“ Bólu-Hjálmars, „Móðinn drengur brostinn ber“, samkvæmt þessu kerfi. Til að leysa þennan vanda mætti hins vegar hugsa sér eins konar myndrænan braglykil þar sem eigindir bragar yrðu hver fyrir sig túlkaðar á myndrænan hátt: Myndrænn braglykill: Bragliður (kveða) Bragliður (kveða) getur verið eitt áhersluatkvæði: steinn einliður eða eitt áhersluatkvæði + eitt eða fleiri áherslulétt atkvæði og nefnist þá tvíliður eða þríliður eftir því hvað atkvæðin eru mörg: dagur tvíliður, dagurinn þríliður. Punktalínurnar tákna atkvæðaskil. Í þessum dæmum er áhersluatkvæðið fremst og svo er því farið í öllum bragarháttum rímna og því óþarfi að auðkenna það sérstaklega í braglykli þeirra. Slíkir liðir eru kallaðir réttir liðir á íslensku. Réttir liðir sem lengri eru en einliðir hafa hnígandi hrynjandi þar sem létt- ari áhersla er á seinna eða seinni atkvæðum en því fyrsta. Forliður nefnist áherslulétt atkvæði fremst í braglínu og er hann í braglykli táknaður með hring: Ljóðlínan Nú fellur regn á frjóa jörð yrði í braglyklinum táknuð svo:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.