Són - 01.01.2003, Page 11
NÝ FRAMSETNING Í BRAGFRÆÐI 11
tvíliður (eitt áhersluatkvæði + eitt áherslulétt atkvæði). Tölurnar þar
á eftir merkja svo að fjórar kveður séu í fyrstu línu, þrjár í annarri,
fjórar í þriðju og þrjár í fjórðu. Bókstafirnir þar á eftir sýna hvernig
rím er í vísunni. Lítið a merkir að endarím í fyrstu línu er aðeins á
einu atkvæði (stýfður liður eða stúfur, einnig nefnt karlrím) og rímar
sú lína við aðra línu: blá – há. B merkir svo að rísa er annað rímorðið
í röðinni og þar sem það er stór stafur táknar það að í því eru tvö
atkvæði (kvenrím) og rímar það á móti rímorði fjórðu línu: rísa –
-dísa.
Þótt framsetning af þessu tagi sé skýr og skilmerkileg fyrir þá sem
eru orðnir vanir þessari táknanotkun er hún vissulega óhlutbundin
og langt frá bragarhætti ljóðsins í hugum margra. Þá vantar mikið á
að þetta táknkerfi hrökkvi til að lýsa flóknu innrími eins og er í
fjölmörgum undirháttum rímna. Illgerlegt væri til dæmis að tákna
hina flóknu rímfléttu framangreindrar vísu úr „Göngu-Hrólfs rím-
um“ Bólu-Hjálmars, „Móðinn drengur brostinn ber“, samkvæmt
þessu kerfi.
Til að leysa þennan vanda mætti hins vegar hugsa sér eins konar
myndrænan braglykil þar sem eigindir bragar yrðu hver fyrir sig
túlkaðar á myndrænan hátt:
Myndrænn braglykill:
Bragliður (kveða)
Bragliður (kveða) getur verið eitt áhersluatkvæði: steinn einliður
eða eitt áhersluatkvæði + eitt eða fleiri áherslulétt atkvæði og nefnist
þá tvíliður eða þríliður eftir því hvað atkvæðin eru mörg: dagur
tvíliður, dagurinn þríliður. Punktalínurnar tákna
atkvæðaskil.
Í þessum dæmum er áhersluatkvæðið fremst og svo er því farið í
öllum bragarháttum rímna og því óþarfi að auðkenna það sérstaklega
í braglykli þeirra. Slíkir liðir eru kallaðir réttir liðir á íslensku. Réttir
liðir sem lengri eru en einliðir hafa hnígandi hrynjandi þar sem létt-
ari áhersla er á seinna eða seinni atkvæðum en því fyrsta.
Forliður nefnist áherslulétt atkvæði fremst í braglínu og er hann í
braglykli táknaður með hring:
Ljóðlínan
Nú fellur regn á frjóa jörð
yrði í braglyklinum táknuð svo: