Són - 01.01.2003, Page 12
KRISTJÁN EIRÍKSSON12
Nú fell ur regn á frjó a jörð
Hún byrjar á forlið. Þá koma þrír tvíliðir og að lokum einn einliður.
Einliður í lok braglínu nefnist stúfur eða stýfður liður.
Ljóðlínan
Þykir mér á þessum slóðum þrengjast hagur
yrði aftur á móti táknuð svo:
Þyk ir mér á þess um slóð um þrengjast hag ur
Rím
Í íslenskum kveðskap er einkum gerður greinarmunur á tvenns konar
rími eftir gerð þess, alrími og hálfrími.
Alrím er það kallað þegar atkvæði enda á sömu sérhljóðum, frá –
brá, eða þegar bæði ríma saman sérhljóð og lokasamhljóð áherslu-
atkvæða, góð – rjóð. Alrím er í braglyklinum táknað með því að lita
reitina sem ríma með sama lit eða litum: rímar við
Bragmynd einfaldrar ferskeytlu eins og fyrrnefndrar vísu Guð-
finnu Þorsteinsdóttur frá Teigi liti þá þannig út:
Sólin skín á sundin blá,
senn er mál að rísa.
Við mér blasa víð og há
veldi morgundísa.
Hálfrím er það kallað þegar áhersluatkvæði enda á mismunandi
sérhljóðum, fá – bæ, eða þegar lokasamhljóð áhersluatkvæða eru þau
sömu en sérhljóðin mismunandi, góð – dáð. Það er táknað með því að
lita helming reitanna eða hluta þeirra í sama lit. rímar við
Hálfrím er algengast inni í braglínum eða fremst í þeim. Gott dæmi
um hálfrím fremst í braglínu er í eftirfarandi vísu Sveinbjarnar
Beinteinssonar:8
8 Sveinbjörn Beinteinsson (1985:16).