Són - 01.01.2003, Page 13
NÝ FRAMSETNING Í BRAGFRÆÐI 13
Hafladalur heitið var
hjörðum gengið svið.
Eflist hagur aldar þar
arð og farsæld við.
(Háttatal, 87)
Séu teknar nokkrar vísur úr „Göngu-Hrólfs rímum“ Bólu-Hjálmars
og þær túlkaðar samkvæmt lyklinum verður betur ljóst hvers konar
listsköpun er hér á ferðinni.9
Ferskeytt síðhent
Oft á kvöldin óðar hjal
eyðir böli nauða,
sykrar beiskan sinnu dal
Sygtýs ölið rauða.
(Göngu-Hrólfs rímur I, 1)
Ferskeytt — skáhent
Nú vill öldin kosta köld
kvæðum lítið sinna,
segir flest í sultar pest
sé mér betra að vinna.
(Göngu-Hrólfs rímur II, 3)
Stikluvik — hringhent
Ama hnjóði hrindir frá
hugar slóð og kætir,
léttir móði, linar þrá,
leggur góðu ráðin á.
(Göngu-Hrólfs rímur III, 11)
Ferskeytt — hringhent — svifhent — frumtályklað — aldýrt
Móðinn drengur brostinn ber,
bjóðast engin notin,
ljóða strengur lostinn er,
Lóðins fengur þrotinn.
(Göngu-Hrólfs rímur VII, 109)
9 Sjá Hjálmar Jónsson frá Bólu (1965:9–205).