Són - 01.01.2003, Page 15

Són - 01.01.2003, Page 15
NÝ FRAMSETNING Í BRAGFRÆÐI 15 sólroðin líta enn hin öldnu fjöll árstrauminn harða fögrum dali granda; flúinn er dvergur, dáin hamratröll, dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda; en lágum hlífir hulinn verndarkraftur hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur. Hátturinn er afar reglulegur hjá Jónasi og hefjast allar línur á þrílið nema sú sjöunda sem hefst á forlið + tvílið. Er það táknað hér sem þríliður með forliðarhring í fremsta reit sem merkir að reglan í erind- inu sé að línur hefjist á þrílið en sjöunda lína sé undantekning. Hér er því í raun verið að sýna myndrænt nákvæmlega hátt þessa ákveðna erindis en ekki það sem kalla mætti frummynd (erkitýpu) háttarins. Í háttatali væri hins vegar eðlilegast að sýna frummynd háttarins en svo mætti nefna staðlað form hans þar sem tekið væri mið af meginreglu í kveðandi hans. Samkvæmt þeirri reglu væri lík- lega eðlilegast að tákna íslenska oktövu með eintómum þríliðar- reitum í upphafi hverrar braglínu. Í fyrsta hólfi hvers þríliðarreits væri forliðarhringur sem táknaði þá að hver braglína háttarins gæti annaðhvort hafist á þrílið eða forlið + tvílið. Einnig kæmi til greina að sleppa forliðarhringnum heyri það til undantekninga að hafa for- lið í hættinum á íslensku. Það gefur augaleið að hin nýja myndræna framsetning fellur vel að tölvutækni. Hægt er að láta tölvuna túlka bragfræðileg tákn myndrænt og raða bragarháttum eftir því sem menn vilja. Þá býður tölvutæknin upp á óteljandi möguleika til að vinna alls konar skrár í sambandi við rafrænt háttatal, til dæmis ljóðaskrá, höfundaskrá og bóka- eða hand- ritaskrá. Nú um nokkurt skeið hafa höfundur þessarar greinar og Jón Bragi Björgvinsson unnið að því að gera bragfræðina tölvutæka ef svo má
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.