Són - 01.01.2003, Page 23

Són - 01.01.2003, Page 23
Kristján Árnason Um braghrynjandi að fornu og nýju I Hrynjandi bragar Reglur um hrynjandi bragarhátta eru tvenns konar. Annars vegar eru almennar reglur um það í hverju hrynjandin er fólgin og á hvern hátt má uppfylla kröfur bragarháttanna um ris og hnig, hins vegar eru nákvæmari skilgreiningar á einstökum háttum, t.d. um það hversu margir bragliðir eru í hverju vísuorði (braglínu) og hvers eðlis þeir eru (rísandi eða hnígandi, þríliðir eða tvíliðir). Hin almenna regla í yngri kveðskap íslenskum er auðvitað sú að risi í brag samsvarar áhersluatkvæði í textanum en hnigi svarar áherslulítið atkvæði. Þótt eldri kveðskapur, t.d. dróttkvæði og eddukvæði (sem ort eru fyrir þá hljóðdvalarbreytingu sem átti sér stað um siðaskipti), lúti svipuðum lögmálum er mikilvægur munur á þeim kveðskap sem fylgir eldri hljóðdvalarlögmálum og þeim sem ekki gerir það. Að þessu verður vikið í síðari hluta þessarar greinar en fyrst verður farið nokkrum orðum um almennari atriði með dæmum úr yngri kveðskap. II Form og formgerðir bragarhátta Reglurnar sem skilgreina einstaka hætti fjalla eins og áður sagði um það hvort hættirnir byggist t.d. á tvíliðum eða þríliðum eða hvort hrynjandi sé rísandi eða hnígandi. Einnig eru þar reglur um fjölda risa og línulengd og um línufjölda í vísu. Þessar skilgreiningar gefa allfjölbreytilegt úrval bragarhátta sem hafa ólíkan stílblæ. Skilgrein- ingarnar eru misjafnlega ýtarlegar. Þannig eru t.a.m. skilgreiningar dróttkvæðs háttar á margan hátt nákvæmari en skilgreiningar forn- yrðislags og rímur eru fastari í formi en þulurnar. Ef s er látið standa fyrir ris og v fyrir hnig má t.a.m. skilgreina ferskeyttan hátt eins og hér er gert, þ.e.a.s fjórar línur þar sem skipt- ast á ris og hnig, fjögur ris í frumlínu og þrjú í síðlínu:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.