Són - 01.01.2003, Síða 25
UM BRAGHRYNJANDI AÐ FORNU OG NÝJU 25
eins og myndist örlítil mjúk bylgjuhreyfing sem byrjar í öldudalnum.
Hjá Snorra enda línurnar á risi en hann tekur sér hins vegar það
bessaleyfi að snúa við hrynjandinni á fyrsta bragliðnum í seinni lín-
unni en slíkt er alsiða í jambískum kveðskap. Í annarri línunni sem
hér er sýnd er byrjað á þríkvæðri orðmynd, grárokkið, sem eðlilegt er
að bera fram sem svv.
Sams konar hrynjandi og í sonnettu er í stakhendunni (blank verse),
bragarhætti Shakespeares:3
v s v s v s v s v s v
To be or not to be, that is the question –
v s v s v s v s v s v
Whether it’s nobler in the mind to suffer
v s v s v s v s v s v
The slings and arrows of outrageous fortune
Þessar línur eru svo í þýðingu Helga Hálfdanarsonar:4
v s v s v s v s v s v
Að vera, eða, ekki vera, þarna er efinn,
v s v s v s v s v s v
hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður
v s v s v s v s v s v
í grimmu éli af örvum ógæfunnar
En eins og sjá má — og brátt mun vikið nánar að — leyfa skáldin sér,
ekki síst Shakespeare, ýmiss konar frávik frá grunnhrynjandinni og
bragarhættirnir leyfa oft slíkar „undantekningar“ frá meginreglunum.
Aðrir hættir af þessari ætt eru t.a.m. þríhendan (tersínan) og átthendan
(ottavan) en þá notar Jónas Hallgrímsson í Gunnarshólma.
Til eru bragarhættir sem byggjast á þríliðum, til dæmis hexametrið
og hættir leiddir af því en þeir hafa þrílið (daktýl) sem grunneiningu
í hrynjandi sinni þótt frávik séu leyfð:5
s v v s v v s s v v s v v s
| Hvar er þín | fornaldar | frægð, | frelsið og | manndáðin | best
3 Shakespeare (1963:93).
4 Shakespeare (1970:64).
5 Jónas Hallgrímsson (1956:41).