Són - 01.01.2003, Page 32
KRISTJÁN ÁRNASON32
atkvæði í textanum og eðlileg setningaráhersla fellur vel að bragnum,
t.a.m. í tveim fyrstu línum seinni vísunnar:
s s s
Því þá kemur sólin og sest þar
s s s
hún sígur vestar og vestar
Í lok fyrri línunnar eru sögn og atviksorð: „sest þar.“ Það er eðlileg
setningarhrynjandi að slíkt samband sagnar og atviksorðs myndi einn
áherslulið þar sem sögnin ber áhersluna og atviksorðið er áherslu-
laust viðhengi:
Ég 'var þar ['varðar] í þrjú ár.
En önnur skáld eru stirðkvæðari eins og gengur.
Þótt stirðleiki í kveðandi sé stundum rakinn til klaufaskapar er það
ekki nærri alltaf nærtækt. Vel er hægt að hugsa sér að skáldin velji sér
tiltekinn stíl í þessum efnum og yrki viljandi stirt. Þetta má hugsa sér
um vísuna góðu þar sem Jónas Hallgrímsson er að stæla rímna-
kveðskap:13
Er hann að syngja enn sem fyrr,
arnarvélið sá hann — attan:
„Klingling“ hringja kleprarnir
við karlinn hélugráan — skrattann.
Auk þess er hugsanlegt að of mikil kliðmýkt geti orðið leiðigjörn og
væmin.
Og svo er hitt, sem minnst var á áður, að skáldin nota ójöfnur í
hrynjandinni viljandi til þess að tákna eitthvað sérstakt eða koma ein-
hverju sérstöku til skila eða af því að þeim finnst fallegra að setja
hlutina þannig fram. Vel má túlka það svo að línan sem tilfærð var hér
áðan, „drjúpi hana blessun drottins á“, sé einmitt þannig til komin en
hún stingur í stúf við aðrar línur í sama kvæði. Hún kemur á eftir all-
langri romsu af línum með reglulegri hrynjandi. Kvæðið byrjar á
lýsingu á Íslandi og náttúru þess en tvær síðustu línurnar eru upp-
hrópun, þegar fegurð landsins hefur verið lýst. Í raun er eðlilegt að
13 Jónas Hallgrímsson (1956:189).