Són - 01.01.2003, Síða 33

Són - 01.01.2003, Síða 33
UM BRAGHRYNJANDI AÐ FORNU OG NÝJU 33 þessi upphrópun sé kynnt með því að brjóta upp hrynjandina eins og gert er. Í samræmi við það væri eðlilegt að leyfa áherslunni á fyrsta atkvæðinu að halda sér í lestri, drjúp’ana, frekar en að lesa drjúp’ hana bara til að fylgja bragnum (eins og raunar gerist í alþekktu lagi sem þetta kvæði er oft sungið við). V Hljóðdvöl í eldri og yngri kveðskap Eins og minnst var á í upphafi er mikilsverður munur á hrynjandi í eldri og yngri kveðskap íslenskum sem tengist hljóðdvöl, sem svo hefur verið kölluð, eða atkvæðaþunga. Forn atkvæði höfðu mismun- andi hljóðdvöl eða voru misþung en það réðst af því hvernig þau voru upp byggð. Annars vegar réðst hljóðdvöl af lengd sérhljóðanna, hins vegar því hversu mörg samhljóð fylgdu sérhljóðunum. Í fornu máli var grundvallarmunur á lengd sérhljóða þannig að þau sem nú kallast breið, eins og í, (é), ú, ó o.s.frv., voru lengri en þau sem nú kallast grönn: i, e, u, o o.s.frv. Þung (með langa hljóðdvöl) voru þau atkvæði sem annaðhvort höfðu gömul löng sérhljóð eða tvíhljóð eða höfðu fleiri en eitt samhljóð á eftir. Þess vegna voru fyrri atkvæðin í orðmyndum eins og bleikir, hálar og landa þung en orð- myndir eins og gleður, vakir og talar höfðu hins vegar létt áherslu- atkvæði þar sem sérhljóðið var stutt og einungis eitt samhljóð kom á eftir: Þung atkvæði Létt atkvæði I II bleikir (tvíhljóð) gleður (stutt sérhlj. + eitt samhlj.) hálar (langt sérhljóð) vakir - - landa (stutt sérhlj. + tvö samhlj.) talar - - rósta (langt sérhlj. + tvö samhlj.) Þessi hljóðdvalarmunur skipti máli í kveðskapnum. Einungis þung atkvæði, eins og þau sem nefnd eru í fremri dálki töflunnar, gátu borið ris ein og sér. (Atkvæði eins og í rósta, þar sem tvö samhljóð fara á eftir löngu sérhljóði, eru stundum kölluð yfirþung eða yfirlöng en þau voru bragfræðilega jafngild áhersluatkvæðum í orðmyndum eins og hálar og landa.) Þetta má orða svo að léttu atkvæðin í fornu máli hafi skort bolmagn til þess að bera risið ein og sér. Tökum sem dæmi tvær frægar vísur Egils Skalla-Grímssonar. Önn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.