Són - 01.01.2003, Síða 33
UM BRAGHRYNJANDI AÐ FORNU OG NÝJU 33
þessi upphrópun sé kynnt með því að brjóta upp hrynjandina eins og
gert er. Í samræmi við það væri eðlilegt að leyfa áherslunni á fyrsta
atkvæðinu að halda sér í lestri, drjúp’ana, frekar en að lesa drjúp’ hana
bara til að fylgja bragnum (eins og raunar gerist í alþekktu lagi sem
þetta kvæði er oft sungið við).
V Hljóðdvöl í eldri og yngri kveðskap
Eins og minnst var á í upphafi er mikilsverður munur á hrynjandi í
eldri og yngri kveðskap íslenskum sem tengist hljóðdvöl, sem svo
hefur verið kölluð, eða atkvæðaþunga. Forn atkvæði höfðu mismun-
andi hljóðdvöl eða voru misþung en það réðst af því hvernig þau
voru upp byggð. Annars vegar réðst hljóðdvöl af lengd sérhljóðanna,
hins vegar því hversu mörg samhljóð fylgdu sérhljóðunum.
Í fornu máli var grundvallarmunur á lengd sérhljóða þannig að
þau sem nú kallast breið, eins og í, (é), ú, ó o.s.frv., voru lengri en þau
sem nú kallast grönn: i, e, u, o o.s.frv. Þung (með langa hljóðdvöl)
voru þau atkvæði sem annaðhvort höfðu gömul löng sérhljóð eða
tvíhljóð eða höfðu fleiri en eitt samhljóð á eftir. Þess vegna voru fyrri
atkvæðin í orðmyndum eins og bleikir, hálar og landa þung en orð-
myndir eins og gleður, vakir og talar höfðu hins vegar létt áherslu-
atkvæði þar sem sérhljóðið var stutt og einungis eitt samhljóð kom á
eftir:
Þung atkvæði Létt atkvæði
I II
bleikir (tvíhljóð) gleður (stutt sérhlj. + eitt samhlj.)
hálar (langt sérhljóð) vakir - -
landa (stutt sérhlj. + tvö samhlj.) talar - -
rósta (langt sérhlj. + tvö samhlj.)
Þessi hljóðdvalarmunur skipti máli í kveðskapnum. Einungis þung
atkvæði, eins og þau sem nefnd eru í fremri dálki töflunnar, gátu
borið ris ein og sér. (Atkvæði eins og í rósta, þar sem tvö samhljóð fara
á eftir löngu sérhljóði, eru stundum kölluð yfirþung eða yfirlöng en
þau voru bragfræðilega jafngild áhersluatkvæðum í orðmyndum eins
og hálar og landa.) Þetta má orða svo að léttu atkvæðin í fornu máli
hafi skort bolmagn til þess að bera risið ein og sér.
Tökum sem dæmi tvær frægar vísur Egils Skalla-Grímssonar. Önn-