Són - 01.01.2003, Síða 34
KRISTJÁN ÁRNASON34
ur er sú sem hann yrkir samkvæmt sögunni í heimsókn hjá afa sínum,
Yngvari. Látum sannleiksgildi um smáatriði liggja milli hluta og fylgj-
um Fornritafélagsútgáfu Sigurðar Nordals:14
Kominn emk enn til arna
Yngvars, þess’s beð lyngva,
hann vask fúss at finna,
fránþvengjar gefr drengjum;
mun eigi þú, þægir,
þrévetran mér betra,
ljósundinna landa
linns, óðar smið finna.
Hin vísan er um fall Þórólfs, bróður Egils:15
Gekk, sás óðisk ekki,
jarlmanns bani snarla,
þreklundaðr féll, Þundar,
Þórólfr, í gný stórum;
jÄrð grœr, en vér verðum,
Vínu nær of mínum,
helnauð es þat, hylja
harm, ágætum barma.
Einfaldast er að átta sig á því hvernig þessi takmörkun verkar með
því að renna augum yfir niðurlag línanna í þessum vísum. Þær enda
allar á tvíkvæðum orðum þar sem fyrra atkvæðið er þungt. Orð-
myndir eins og gleður, vakir og talar væru óhugsandi í þessari stöðu
fyrir hljóðdvalarbreytingu.
Að sama skapi er óhugsandi að eftirfarandi erindi úr „Sláttuvísu“
Jónasar Hallgrímssonar undir dróttkvæðum hætti sé ort fyrir hljóð-
dvalarbreytingu:16
Gimbill gúla þembir,
gleður sig og kveður:
„Veit ég, þegar vetur
vakir, inn af klaka
14 Íslenzk fornrit (1933:81–82).
15 Íslenzk fornrit (1933:142).
16 Jónas Hallgrímsson (1956:129).