Són - 01.01.2003, Page 37
UM BRAGHRYNJANDI AÐ FORNU OG NÝJU 37
Ef enn er tekið kvæði eftir Jónas Hallgrímsson og borið saman við
Egil þá má taka eftirfarandi tvær vísur úr „Magnúsarkviðu“ eftir
Magnús konferensráð Stephensen, sem er ort fyrir Viðeyinga. Þá sést
fljótt að önnur lögmál gilda:19
Úti sat und hvítum
alda faldi
fjallkonan snjalla
fögur ofan lög.
Sá hún um bláan
boga loga
ljósin öll, er lýsa
leið um næturskeið.
Í skáletruðu línunni eru tvö orð sem samkvæmt fornum reglum höfðu
létt áhersluatkvæði og mynda þau bæði risin. Slíkar línur koma varla
eða ekki fyrir í kveðskap fyrir hljóðdvalarbreytingu. Þótt kvæðið sé
ekki fullkomlega sambærilegt við „Arinbjarnarkviðu“, m.a. vegna
þess að Jónas notar hendingar, er hrynjandin ekki ósvipuð kviðu-
hætti. En línur eins og línan „boga loga“ koma ekki fyrir í „Arinbjarn-
arkviðu“. Hins vegar koma línur af þessu tagi einmitt fyrir í
„Hrafnagaldri Óðins“. Fyrsta vísan er svona:
Alföður orkar,
álfar skilja,
vanir vitu,
vísa nornir;
elur íviðjur,
aldir bera,
þreyja þursar,
þjá valkyrjur.
Hér er línan „vanir vitu“ grunsamleg. Svipað gerist í þriðju vísu:20
Hverfur því hugur
hinna leitar;
grunar guma
grand ef dvelur.
19 Jónas Hallgrímsson (1956:74).
20 Norræn fornkvæði [...] Sæmundar Edda hins fróða (1965:371). Stafsetning er hér færð til
nútímahorfs, K.Á.