Són - 01.01.2003, Blaðsíða 41

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 41
Þórður Helgason Áfangar I Inngangur Mikið hefur verið fjallað um þá breytingu sem varð í íslenskri ljóðagerð um miðbik síðustu aldar þegar módernisminn ruddi sér til rúms við fögnuð margra en óneitanlega andúð annarra. Sá sem ýtar- legasta grein hefur gert fyrir þessari breytingu er Eysteinn Þorvalds- son, bæði í fjölda greina og erinda um efnið auk ritsins Atómskáldin. Aðdragandi og upphaf módernisma í íslenskri ljóðagerð. Í þeirri bók rekur Eysteinn þá þróun sem að lokum leysti öll bönd og „frelsaði“ ljóðið ef svo má að orði komast. Þetta er spennandi saga og í meðförum Eysteins oft eins og reyfari. Það sem mig langar til að gera að umræðuefni í þessum greinum mínum er sú staðreynd að mörg 19. og 20. aldar skáld, sem venjulega eru ekki orðuð við byltingu, voru einmitt að fikra sig áfram með þanþol ljóðsins í átt til meira frelsis en oftast innan vébanda hefð- bundins forms. Að mínu mati hefur þeirri þróun verið of lítill gaum- ur gefinn. Jóhannes úr Kötlum yrkir eins konar fagnaðarljóð um formbylt- inguna í bókinni Sjödægru (1955). Það er ljóðið „Rímþjóð“ en þar segir í lokaerindinu:1 Loks opnaðist veröldin mikla og huldan steig frjáls út úr dalnum — þá sökk hennar rím eins og steinn með okinu niður í hafið. Þessi niðurstaða Jóhannesar gæti allt eins átt við ýmislegt sem þegar var orðið á 19. öld, enda ljóst að fátt eitt hefur 20. öldin fært okkur sem ekki var vandlega undirbúið á hinni 19. Veröldin opnaðist a.m.k. í hálfa gátt og huldan í dalnum skyggndist um. Rímið sökk að vísu 1 Jóhannes úr Kötlum (1976:30).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.