Són - 01.01.2003, Page 42
ÞÓRÐUR HELGASON42
ekki eins og steinn og hefur ekki enn gert — sem betur fer — en það
varð ekki sem fyrr heilög kýr í ljóðagerðinni.
II Arfurinn
2.1 Fornyrðislag
Ljóst er að þau ungu skáld, sem lituðust um á akri ljóðagerðarinnar
á fyrri hluta 19. aldar, gerðu sér fljótlega grein fyrir að margt það
sem gleymt var — eða hálfgleymt — af hinum forna arfi mætti enn
um sinn kanna, jafnvel breyta og bæta, endurskapa í nýrri mynd. Í
því sambandi má ekki gleyma að rómantíkin var tími frelsis og
vakningar; gömul form voru ekki heilög og alls ekki gömul ljóð-
form.
Fornyrðislagið gamla vinnur nú mikinn sigur.2 Það hafði að vísu
aldrei glatast að fullu en nú fer það að láta að sér kveða. Það á sér
áreiðanlega tvær skýringar.
Í fyrsta lagi sýnir Jón Þorláksson fram á að hátturinn hefur ýmsa
yfirburði í listrænu tilliti sem enn höfðu ekki verið kannaðir og nýttir
til hlítar og hann hikar ekki við að auka frelsi háttarins umfram það
sem eldri menn leyfðu sér3 og ekki má þar heldur gleyma framlagi
Benedikts Gröndals eldri.
Í öðru lagi — og það tel ég mikilvægari skýringu — var fornyrðis-
lagið sá háttur á fyrri helmingi 19. aldar sem bauð upp á mest frelsi.
Hátturinn er rímlaus og auk þess tiltölulega frjáls um áherslur, hrynj-
andi og línufjölda í erindi. Frjálsleg notkun áherslulausra liða hefur og
gert háttinn enn álitlegri fyrir skáldin.
Jónas Hallgrímsson sýnir snemma snilldartök í meðferð háttarins
og beitir honum oft, t.d. í „Ad amicum“ og er þetta fyrsta erindið:4
Ár var alda,
þá er endurborin
fold in fjallsetta
í fyrsta sinn
2 Hér verður ekki gerður greinarmunur á fornyrðislagi, kviðuhætti og málahætti.
Málbreytingar ýmsar á umliðnum öldum gera slíkt næsta torvelt (sbr. Svein Yngva
Egilsson (1999:61–62).
3 Heimir Pálsson (1976:51–52).
4 Jónas Hallgrímsson (1980:10).