Són - 01.01.2003, Page 43
ÁFANGAR 43
veltast tók völ
um vegu ókunna
að orði alvalds,
sem allt um skóp.
Hvert „ungskáldið“ af öðru nýtir sér nú háttinn, ekki síst í
þýðingum að hætti Jóns Þorlákssonar, og brátt verður hann ráðandi,
t.d. í erfiljóðum. Það er síðan alkunna að hátturinn gekk sér til
húðar eins og flest það sem ofnotað er þótt enn megi víða sjá merki
hans.
Brátt hefst meira að segja útflutningur háttarins og voru frændur
okkar á Norðurlöndunum innflyjendur hans. Þeir virðast hafa leitað
til fornra norrænna fræða og fundið hátt sem þeim þótti vert að
endurvekja — og laga til.
Ivar Aasen gleymdi ekki einu sinni ljóðstöfunum í „Gamle Norig“,
sextán lína hætti sínum (2x8) sem hann eykur reyndar endarími:5
Gamle Norig,
nørdst i Grendom
er vaart eiget
Ættarland.
Der er Hav, som
heilt aat Endom
leikar um den
lange Strand;
Der er Vikar
og Votn og Øyar,
tusund Fjordar
og tusund Fjell,
Snøydor, der sjeldan
Snjoen tøyar,
Dalar, der Fossen
diger fell.
Ef við skiptum þessum sextán línum í tvennt verður útkoman tveir
bragliðir í línu með ríminu OAObOAOb og er þá komið nýtt afbrigði
hins forna háttar.
5 Lie (1967:110).