Són - 01.01.2003, Page 53
ÁFANGAR 53
2.2 Ljóðaháttur
Ljóðaháttur, sem að mestu lá óbættur hjá garði í upphafi 19. aldar, fær
þá uppreisn æru, áreiðanlega ekki síst fyrir tilstuðlan Jónasar
Hallgrímssonar. Óþarfi er hér að tilfæra dæmi þess hvernig hátturinn
er notaður á hefðbundinn hátt.
Bjarni Thorarensen, sem þekkti þennan hátt manna best, hikar
ekki við að birta sinn ljóðahátt í óvenjulegu formi í ljóðinu „Ísland“:32
Hver er sú undra mynd
hvít í norðri?
bendir af bjargi ofan;
snjó-slæðum sveipuð
situr þar meyja,
en undan snjófaldi brennur henni eldur af brám.
Hér má glöggt sjá að gamalt form verður Bjarna ekki að fótakefli í leit
að nýjungum. Og enn lengra gengur hann hér:33
Eða þá vísrar
Völu kvæði
sá eg fyrst, sem kæmi úr vissum vellum upp:
gramdist þeim geð,
að gleymd í bóka-ryki
lágu þeir svo að leit við þeim engi.
Ljóst er og að Sveinbjörn Egilsson telur lítt risin í ljóðaháttum sínum.
Það telst hins vegar til tíðinda að hann notar fyrstur manna ljóðahátt
í þýðingum, í „Minnisljóði yfir Midas“:34
Meðan skúrir
úr skýjum drjúpa,
og göfug tré gróa,
og sig sjá lætur
sól rennandi
og ljóss-máni lýsir;
32 Bjarni Thorarensen (1847:11).
33 Bjarni Thorarensen (1847:12).
34 Sveinbjörn Egilsson (1952:156).