Són - 01.01.2003, Blaðsíða 56

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 56
ÞÓRÐUR HELGASON56 Benedikt Þorvaldsson Gröndal skreytir ljóðahátt sinn með innrími í kvæðinu „Heimtur úr helju“ í Ljóðmælum auk þess sem langlínurnar eru furðulangar:41 Á brotsjóum bröttum, mót brimgarði háum siglir gnoð fyrir sundurtættum voðum. Úr hafsnauð þeir hleypa, flýja helfarar-dansinn. Það er barist meðan blaktir líf á skari. Aðalhendingarnar gnoð : voð- og bar- : skar- setja auðvitað mark sitt á háttinn. Mörg skáld hafa leitast við að gera ljóðaháttinn ögn hefð- bundnari með því að gæða hann rími í þriðju og sjöttu línu. Dæmi um slíkt er „Á sjó og landi“ (annað erindi) í Frá vordögum eftir Benedikt Ingimarsson:42 Varð styrr stór úr stormbliku ógurlegt Ægis svið. Hrannaðist hafsjór í helkviku. Hallaðist skúta á hlið. Þorsteinn Valdimarsson hafði dálæti á ljóðahætti og sýndi það í verkum sínum. Hann útfærði sinn eigin ljóðahátt með því að stytta hann um eina línu:43 Úrg er haustgríma. Ung í skauti svæfir móðir mög. — Sér hún berg gnæfa úr græði víðum. 41 Benedikt Þorvaldsson Gröndal (1918:96). 42 Benedikt Ingimarsson (1975:69). 43 Þorsteinn Valdimarsson (1952:54). Eysteinn Þorvaldsson (1988:21) hefur gert þessu skil í inngangi að Ljóðum Þorsteins Valdimarssonar, „Hjarta mitt er söngur“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.