Són - 01.01.2003, Page 61
ÁFANGAR 61
Meðan hljóður harmur
helörn rísti á brjósti,
hæsta konungs-höfuð
hallaðist að bólstri —
Noreg hafði úr hendi
höggvið Ás inn blindi.
Einn sat Bragi að beði
Bragi ljóðskrautuður.
Ýmsar hendingar læðast hér að eins og sjá má, ríst/brjóst-, hend-/blind,
beð/-uð- og ljóð-/-uð- en sennilega telst slíkt hér til skrauts eða tilviljana.
Björg C. Þorlákson kýs að skipta sinni háttlausu upp í fjögurra lína
erindi (þrjú) með þessum hætti:56
Römm eru þau Regin
ramma skópu harma.
Aldrei má of aldur
ítrum sveini gleyma.
Tindra tár í augum,
teppist önd í brjósti.
Hjartað heljargreipum
harðtæk minning spennir.
Kristján frá Djúpalæk leikur sama leik í ljóðinu „Hönd“:57
Höndin er blá og bólgin,
bognir fingur og hnýttir,
kartnögl sprungin í kviku,
knúar marðir, í sárum.
Björg C. Þorlákson gerir aðra tilraun með háttlausuna og þar vekur
stuðlasetningin einnig athygli. Ljóðið er „4. sýning“:58
Líknsami Drottinn,
líkna mínum veikleik!
56 Björg C. Þorlákson (1934:114).
57 Kristján frá Djúpalæk (1966:26).
58 Björg C. Þorlákson (1934:127).