Són - 01.01.2003, Page 64
ÞÓRÐUR HELGASON64
2.4 Hrynhendur háttur
Af einhverjum ástæðum verða 19. og 20. aldar skáld ekki eins hand-
gengin hrynhendum hætti (liljulagi) og dróttkvæðum hætti. Samt er
hátturinn talsvert notaður, ekki síst við hátíðleg tækifæri. Þess má og
geta að hátturinn er talsvert tengdur konum svo sem vænta má.
Dæmi um viðhafnarnotkun háttarins má sækja í kvæðið „Drápa
flutt Kristjáni konungi“ eftir Einar Benediktsson. Svo sem sjá má fer
Einar fremur frjálslega með formið þar sem þríliðir koma mjög við
sögu í kvæðinu:64
Dregur vorn muna minningafögur
móðurjörð. Það er efni ljóða.
En vegur lýðsins er hersis hróður, –
þú hófst vora þjóð og þig mærir vor óður.
Hlýð voru máli, höfðingi láða;
af heilli úð eru strengir knúðir.
Frjálsir í orðum ortu æ forðum
Íslendingar að konungaborðum.
Stephan G. Stephansson fer ekki troðnar slóðir er hann í ljóðinu
„Með ströndum fram“ hefur aðalhendingar í öllum línum í hryn-
hendu sinni:65
Sær og glyggur sízt mun tryggur,
sortnar blika, ýfist kvika.
Akker léttast eins fyrir þetta,
út skal fley þó halli degi.
Okkar bátur blint mun rata
boðahringinn landið kringum.
Mælt höfum hvesstrar roknu rastir,
reiknað leið um hafsins feiknir.
Feikilega dýra gerð eða útfærslu í fjórum línum sýnir Þorsteinn
Valdimarsson í erfiljóði eftir „Halldór E. Johnson“. Eitt af fimm
erindum hljóðar svo:66
64 Einar Benediktsson (1979:270).
65 Stephan G. Stephansson (1956:282).
66 Þorseinn Valdimarsson (1952:45).