Són - 01.01.2003, Page 74
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON74
Edward Lear (1812–1888). Á ensku heitir þetta vísnaform „limerick“
og ber, að því talið er fyrir einskæra tilviljun, sama nafn og borg ein
á Írlandi.
Í ensku limrunni var venjan að fyrsta línan endaði á sérnafni og
oftast var nefnd til sögunnar ákveðin persóna:1
There was a young lady of Norway,
Who casually sat in a doorway.
When the door squeezed her flat,
She exclaimed, „What of that!“
This courageous young lady of Norway.
Þá var hefð fyrir því allt frá fyrstu tíð að efni limrunnar væri galgopa-
legt grín eða endileysa eða þá klúr umfjöllun um einhvers konar
feimnismál.
Fyrsta limra sem vitað er til að ort hafi verið á íslensku er eftir séra
Grímúlf Bessason sem var prestur á Fljótsdalshéraði á 18. öld. Grím-
úlfur, sem tíðast var kallaður Grímur, var þekktur fyrir dónalegan
kveðskap og klúran. Biskup var á yfirreið fyrir austan, hitti Grím og
átaldi hann fyrir kveðskapinn og taldi að honum væri nær að yrkja
sálma eða finna sér yrkisefni í ritningunni. Grímur tók því vel, hugs-
aði sig lítillega um og kvað svo:2
Undarlegur var andskotinn,
er hann fór í svínstötrin;
ofan fyrir bakkann
öllu saman stakk hann,
helvítis hundurinn.
Þegar Grímur prestur hafði bætt við ferhendu í sama stíl bað biskup
hann að hætta, virðist ekki hafa talið trúarlífinu betur borgið með
þessum kveðskap.
Limruforminu hefur aðeins brugðið fyrir í íslenskum skemmti- og
dægurlagakveðskap á 20. öld. Til er norskt kvæði sem heitir „Maren
i Myra“. Það hefst á þessari vísu:3
1 Þorsteinn Valdimarsson (1965:7).
2 Gísli Helgason (1949:22).
3 http://home.c2i.net.