Són - 01.01.2003, Síða 83

Són - 01.01.2003, Síða 83
LIMRUR 83 Hann Sigurður sálugi á Vatni, – seint held ég maðurinn batni – bæði konum og köllum illt gerði öllum, af einstakri vandvirkni og natni. Hér ber þess reyndar að geta að það er aðeins þriðja braglína sem er sér um stuðla þar sem ljóðstafur fimmtu línu er höfuðstafur við stuðla fjórðu línu. Hugsanlega gætu ljóðstafir í einni limru mest orðið tíu. Þá væru tveir stuðlar í hverri braglínu. Það væri bragfræðilega rétt en ekki hefur fundist dæmi þess enda væri slíkur kveðskapur án efa heldur rislítill. Dæmi fannst um níu ljóðstafi í sömu limrunni og þótti nóg. Hún er að vísu alls ekki illa gerð en einn höfuðstafur í fimm braglínum hlýtur þó að vera lágmark. Limran er eftir Jónas Árnason og kallast „Um tilgangsleysi“:20 „Ég undrast þá flamingófugla sem um pólitík þrátta og þrugla; því að allt hvort sem er til andskotans fer,“ sagði vitur og víðlesin ugla. Eins og fram kemur hér á undan er ekkert við það að athuga að ein- stakar braglínur séu sér um stuðla, þ.e. að þar séu tveir stuðlar sem ekki tengjast með höfuðstaf við næstu braglínu á eftir. Eins verður þó að gæta þegar þannig er ort. Séu t.d. tvær fyrstu línurnar hvor með sína stuðla er betra að það séu ekki sömu stafirnir eða hvorir tveggja stuðlarnir séu sérhljóðar. Sérstaklega virðist hagyrðingum þó hætta til að stuðla á þann hátt í síðustu línunum þremur. Hér má skoða þriðju, fjórðu og fimmtu línu í limru eftir Jónas Árnason sem hann kallar „Happy ending“:21 Á allan hátt andstyggð var Nóra, og ofsótti mann sinn hann Dóra. Svo að endingu hún dó og gekk aftur og bjó síðan alsæl með Írafells-Móra. 20 Jónas Árnason (1994:14). 21 Jónas Árnason (1994:27).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.