Són - 01.01.2003, Side 92

Són - 01.01.2003, Side 92
EINAR SIGMARSSON92 „formið eitt, hættirnir og rímleiknin á þann veg að hrynjandin ein lætur stundum í eyrum manns sem nýr tónn í íslenzkri ljóðagerð, — eða öllu heldur sem endurvakinn þáttur, rammíslenzkur og sérkennilegur“.4 Andrés Björnsson sagði að Snorri hefði lagt út í „djarfar tilraunir um nýja meðferð ríms og hátta“ og Guðmundur G. Hagalín taldi að hann yrði „að hverfa til þeirra forma, sem ein eiga endurhljóm í íslenzkum hjörtum. Til þess ætti hann ekki að skorta hagmælsku eða smekkvísi“.5 Hrynjandin er að minnsta kosti sérstæð og persónuleg, jafnvel nostursamleg eins og síðari ljóðabækur Snorra vitna um: Á Gnitaheiði (1952), Lauf og stjörnur (1966) og Hauströkkrið yfir mér (1979). Fimmta ljóð Kvæða, „Haustið er komið“, hefur löngum þótt völ- undarsmíð. Bragi Sigurjónsson telur það eitt af fjórum bestu kvæðum bókarinnar og Þóroddur Guðmundsson kveðst öfunda höfundinn af því.6 Helgi Hálfdanarson og Páll Valsson hafa áður vikið að efni þess og anda7 en hér verður það túlkað á annan hátt. II Í fljótu bragði Haustið er komið handan yfir sæinn, hvarmaljós blárrar nætur dökkna af kvíða og þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við blæinn og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; nú sezt hann grár og stúrinn upp til hlíða og veit að það er eftir engu að bíða, allt gengur kuldans myrka valdi í haginn. Hann heyrir stráin fölna og falla, sér fuglana hverfa burt á vængjum þöndum, blómfræ af vindum borin suður höf, 4 Elías Mar (1945:76). 5 Andrés Björnsson (1945:117, sjá líka bls. 118). Guðmundur G. Hagalín (1945:152, sjá líka bls. 151). 6 Bragi Sigurjónsson (1945:175). Þóroddur Guðmundsson (1961:278). 7 Helgi Hálfdanarson (1955:70–72). Páll Valsson (1990:42–43).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.