Són - 01.01.2003, Blaðsíða 96

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 96
EINAR SIGMARSSON96 blómfræ „suður höf“ þó að fleiri geti borið en menn og æðioft sé sú sögn höfð í yfirfærðri merkingu. Persónugervingunum má skipta í tvennt, virkar og óvirkar eftir því hversu vel þær standa undir nafni.19 Persónugerving dags og nætur, blárrar sem dimmrar, er þá virk, hár- brimsins gullna, blæsins og kuldans óvirk og vindanna óvirkust. Andhverfur eru skýrar. Rammast kveður að móthverfu dags við nótt — fyrst bláa, síðan dimma. Þá minnir „hárbrimið gullna“ á sólina og kuldinn á myrkrið eins og marka má af „kuldans myrka valdi“. Þar gæti leynst tvennt af gagnstæðum toga: Hiti — kuldi og ljós — myrkur. Andvarinn á samleið með hárbriminu gullna og tengist um leið deginum og sumrinu eða vorinu. Vindarnir virðast boða komu haust- næturinnar og eru líkast til naprir — hálfgildings andstæða blæsins. Þeir standa að norðan, koma með „kuldans myrka valdi“ og orka sem eyðandi afl, sjást að minnsta kosti bera blómfræ „suður höf“. Veðrabrigðin fara því ekki dult. Móthverfurnar eru enn fleiri, til dæmis sú að í angurværð er horf- ið aftur til fortíðarinnar, samanber þátíð sagnanna leika og seiða í fjórðu og fimmtu línu: og þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við blæinn og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; nú sezt hann grár og stúrinn upp til hlíða.20 Þannig er nútíðinni stillt upp gegn fortíðinni og ferhendurnar tengdar saman í fortíðarsýninni. Forðum fékk hárið að flæða frjálst en nú er því íþyngt með slæðum. Þar birtist andhverfan frelsi — helsi, kannski líka gleði — sorg ef hugsað er til þess siðar að syrgj- andi konur hylji hár sitt. Að minnsta kosti er kátínan auðsæ í leik dagsins og hinnar bláu nætur og harmurinn ekki síður skýr í orðum eins og kvíði og „stúrinn“. Fuglarnir „hverfa burt á vængjum þöndum“ en stráin eru rótföst, hneppt í átthagafjöta. Blómfræin eru að vísu ekki rótbundin en er feykt „suður höf“ án þess að fá nokkuð við ráðið og falla þá víst fæst í frjóan svörð — landið er 19 Persónugerving má teljast óvirk ef hún er útjöskuð, ekki lengur nýmóðins. Afbragðsdæmi er samsetta orðið fjallsöxl þótt ekki komi það fyrir í „Haustið er komið“. Virk má persónugerving teljast ef hún blasir við, stingur jafnvel í augu. 20 Skáletrun er mín, E.S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.