Són - 01.01.2010, Page 10

Són - 01.01.2010, Page 10
ÞORGEIR SIGURÐSSON10 Vísuorðum með röð (1) og (2) má skipta í tvo hluta með stuðli og skothendingu í báðum en þannig er ekki hægt að skipta vísuorðum með röð (3). Kuhn taldi að röðin í (3) kæmi aldrei fyrir en þó að það sé rétt, þýðir það ekki að öll stök vísuorð skiptist í tvennt með skothendingu og stuðli í hvorum hluta. Það sést á því að eins má halda því fram að skil komi jafnan á eftir skothendingu og á undan stuðli en þá lenda báðir stuðlarnir sömu megin í röð (2). Vísuorðum með stuðlum og skothendingum eins og í röð (3) er ekki heldur hægt að skipta sam - kvæmt þessari nýju tilgátu. Hún á það sameiginlegt með skiptingu Kuhns að skilin koma á breytilegum stöðum í vísuorðum en ekki eftir tiltekinn fjölda atkvæða og þau eru að því leyti ólík skilum á milli vísu orða. Til að komast hjá því að tala um skil í vísuorðum er hér sett fram regla um að í dróttkvæðum hafi alltaf komið stuðull á milli skot - hendinga. Til hægðarauka er þessi regla kölluð millireglan. Hún leyf ir röð stuðla og skothendinga eins og í (1) þar sem einn stuðull er á milli skothendinga og í (2) þar sem þeir eru tveir, en ekki eins og í (3) þar sem stuðul vantar. Millireglan nær til vísuorða með einum stuðli en slík vísuorð koma fyrir í tugdrápum. Millireglan kann að virðast ólík öðrum bragreglum og efast má um að skáldin og áheyrendur þeirra hafi getað heyrt að vísa, sem ekki fylgdi reglunni, væri rangt kveðin. Það verður þó sennilegra ef því er veitt eftirtekt að seinni skothendingunni fylgir jafnan ljóðstafur (þ.e. höfuð stafur í upphafi næsta vísuorðs) og þess vegna mætti orða regl - una þannig að báðum skothendingum hafi jafnan fylgt ljóðstafur. Venja er að gera ráð fyrir þremur risum í hefbundnum dróttkvæð - um vísuorðum. Þriðja risið var í næstsíðasta atkvæði vísuorðs og þar var jafnan seinni skothendingin. Þess vegna er aðeins hægt að brjóta milliregluna á einn hátt; með stuðlum í 1. og 2. risi og með skot - hendingum í 2. og 3. risi.1 Í fyrsta hluta þessarar greinar verður sann - reynt að slík vísuorð hafi ekki komið fyrir í fornum kvæðum. Í 1 Í hefðbundnum kvæðum eru skothendingar ekki aftar í vísuorði en í atkvæðastöðu 3 og 5 (risum 2 og 3). Þó eru til fáeinar vísur þar sem þær eru í atkvæðastöðu 4 og 5. Dæmi um slíkt er í hættinum stamhent hjá Snorra og í vísuorðunum „þá kreppi guð gyðju“ eftir Þorvald víðförla, „stór fingum ben brynju“ eftir Gísla Súrsson og í nokkrum vísum hjá Kormáki. Í þessum dæmum voru stuðlar einnig í 4. og 5. stöðu, en dæmi með annarri stuðlasetningu eru: „es oxamat Ótum“ eftir Sighvat og „syni Áleifs bauð síðan“ um Hákon Þórisfóstra eftir óþekktan höfund. Í öllum þess - um dæmum er stuðull á milli skothendinga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.