Són - 01.01.2010, Page 121
UM LJÓÐIÐ „ELOI LAMMA SABAKHTHANI!“ EFTIR STEFÁN G. 121
telja að honum verði óvenju lítið á í þessum efnum. Ljóðið rekur
skýrt eina meginhugsun, sem er að gera grein fyrir ævi Jesú og
kenn ingu, og síðar hugleiðingum skálds ins og útleggingu eins og
fyrr var rakið.
Stefán hagnýtir sér ekki til muna málfar guðspjallanna til þess
að styrkja byggingu ljóðsins. Heiti þess er vitaskuld sótt þangað og
hann kýs hinn hebreska texta. Hefur sennilega litið svo á að við það
ykist þungi skírskotunarinnar. Þá er ein hending ljóðsins endurtekn-
ing þess ara orða á íslensku. Að öðru leyti verða ekki mörg orð fyrir
sem rekja má til biblíulegs málfars. Hann umorðar kenningu Krists
þannig að þar er aldrei um málfarslegar vísanir að ræða. Hins vegar
nýtir hann sér greinilega orðið hundraðfalt sem kemur fyrir í dæmi -
sögunni um sáðmanninn og hveitið sem ber ýmislegan ávöxt. (Mt.
13. 3 – 8.) Stefán vísar samt ekki til dæmisögunnar um sáðmanninn
í heild sinni heldur á hann hér við þá umbun sem menn hljóta fyrir
velgjörðir sínar meðal eftirkomendanna. Orðið vísar til hástigs þess
ávaxtar sem menn geta borið. Fáein kristileg hugtök koma fyrir, svo
sem hugvekja, lærdómsbók og guðspjöll. Það síðasta hefur augljóslega
nýja merkingu, þ.e. ný rit sem á vorum dögum hafa siðbætandi áhrif.
Sagnir eins og grýta og lækna geta átt rót sína að rekja til Biblí unnar
og sömu sögu er að segja um orðin konungur, spámaður og fjár húsjata
hirðing jans og nokkur fleiri. Að öðru leyti er orðfærið Stefáns. Málið
er ljóst og auðskilið en hann fyrnir það örlítið eins og smekkur hans
bauð honum oftast. Hann notar sögnina að rita (reit) og orðið bauta -
steinn sem raunar kemur dulítið undarlega fyrir suður í Pale stínu. Þá
virðist Stefán hafa myndað nokkur samsett nafnorð þegar hann orti
ljóðið: duliðsmál, verkavitrun og hugartak (-tök). Orðið verka vitrun er í
senn einkar fallegt orð og vel við hæfi þar sem um er að ræða köll un
Krists. Orðið afdrif kemur fyrir á einum stað í ljóðinu og virðist hafa
merkinguna ‘árangur’ eða ‘hvað verður úr e-m’ eða eitt hvað í þeim
dúr. En orðið merkir yfirleitt ‘úrslit’ eða ‘endalok’ eins og kunn ugt
er. Ef til vill hefur Stefáni verið þessi merking töm eða hann hefur
þekkt hana af lestri fornrita en áþekk merking er kunn úr fornu
máli.8
Um málið í heild má segja það sama og um stílinn: skáldið hefur
lagt sig fram um að kveða ljóst. Líkingamál og stílbrögð eru því ekki
fyrirferðarmikil. Þó má finna nokkur dæmi slíks. Nafn Jesú er til
8 „[…] hann sá, at þat var bæði glæpska ok skaði, at þar dæi svá mannligt barn ok
líkligt til stórra afdrifa…“. Flateyjarbók I, Þáttr Þorsteins uxafóts (1944:278).