Són - 01.01.2010, Side 151

Són - 01.01.2010, Side 151
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 151 34 Jón Helgason (1959:28–29). 35 Helgi Hálfdanarson (1989:15). Hvað varðar notkun ljóðstafa er greinilega rúm fyrir misjafnan smekk meðal okkar bestu skálda. Þannig telur Jón Helgason að það sé lýti að hafa stuðla í tiltölulega veikri stöðu í brag eða máli, eða þegar lag fellur þannig að texta að stuðlarnir verða lítt áberandi.34 En Helgi Hálfdanarson er á öðru máli; hann segir á einum stað að „[h]ið svokallaða „brageyra“ [sé] ekki aðeins í því fólgið að hafa ... brag - reglur á tilfinningunni, heldur einnig að skynja hvílíkt snilldarbragð leynist í hinum íslensku stuðlareglum og þeirri tvöföldu hrynjandi sem þeir leggja til málanna”. Helgi segir enn fremur, að í löngum brag- texta sé ráðlegt að beita stuðlum hófsamlega, þannig að þeir falli á „orð sem teljast veigalítillar merkingar og eru að sjálfsögðu flutt sam - kvæmt því”.35 Þótt það liggi e.t.v. ekki í augum uppi við fyrstu sýn má draga nokkuð merka ályktun af þessum ólíku skoðunum tveggja skáld- mæringa um stöðu eða gildi ljóðstafasetningarinnar í kveðskapnum á þeim tíma sem um ræðir. Bara það að rætt skuli um ljóðstafina með þeim hætti sem Jón Helgason og Helgi Hálfdanarson gera sýnir okkur að komin eru upp á yfirborðið fagurfræðileg álitamál um það hvernig best sé að nota þá, og jafnvel um það hver sé hin „rétta“ notkun þeirra. Miðaldamálfræðingar ræddu að vísu um hlutverk stuðlanna og reglur um notkun þeirra í kveðskapnum, en umræðan var annars eðlis en hjá Jóni og Helga. Það var að mati Snorra og Ólafs ótvírætt að kveðskapur var samkvæmt eðli sínu settur í ljóðstafi. Lýsing þeirra er einfaldlega greinargerð um formþætti sem ekki er deilt um, eins konar lýsandi (deskriptív) málfræði (eða bragfræði). Það var engin ástæða fyrir þá að hafa á því skoðanir til eða frá eða að vanda um við þá sem kynnu að hafa aðrar meiningar um málið, frekar en það er nokkurt álitamál (hvað sem líður umræðum um „rétt“ mál eða „rangt“) að setningar hafa frumlag og umsögn eða að orð skiptast í atkvæði. Tónninn hjá Jóni Helgasyni er boðandi (normatívur). Hann hefur meiningar um það hvað sé rétt eða fögur notkun stuðlanna og gagn- rýnir vonda siði sem honum þykja vera. Þessi umvöndunartónn minn ir augljóslega á þann tón sem oft er í umræðu um málefni ís - lenskrar tungu um fagurt og „rétt“ mál eða ófagurt eða beinlínis „rangt“. Í slíkri umræðu eru tekin dæmi um málnotkun, sem talin er til fyrirmyndar eða óæskileg, og þar skiptast menn í íhaldsmenn og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.