Són - 01.01.2010, Page 151
UM FORMGILDI OG TÁKNGILDI ÍSLENSKRA LJÓÐSTAFA 151
34 Jón Helgason (1959:28–29).
35 Helgi Hálfdanarson (1989:15).
Hvað varðar notkun ljóðstafa er greinilega rúm fyrir misjafnan
smekk meðal okkar bestu skálda. Þannig telur Jón Helgason að það
sé lýti að hafa stuðla í tiltölulega veikri stöðu í brag eða máli, eða
þegar lag fellur þannig að texta að stuðlarnir verða lítt áberandi.34 En
Helgi Hálfdanarson er á öðru máli; hann segir á einum stað að „[h]ið
svokallaða „brageyra“ [sé] ekki aðeins í því fólgið að hafa ... brag -
reglur á tilfinningunni, heldur einnig að skynja hvílíkt snilldarbragð
leynist í hinum íslensku stuðlareglum og þeirri tvöföldu hrynjandi
sem þeir leggja til málanna”. Helgi segir enn fremur, að í löngum brag-
texta sé ráðlegt að beita stuðlum hófsamlega, þannig að þeir falli á
„orð sem teljast veigalítillar merkingar og eru að sjálfsögðu flutt sam -
kvæmt því”.35
Þótt það liggi e.t.v. ekki í augum uppi við fyrstu sýn má draga
nokkuð merka ályktun af þessum ólíku skoðunum tveggja skáld-
mæringa um stöðu eða gildi ljóðstafasetningarinnar í kveðskapnum á
þeim tíma sem um ræðir. Bara það að rætt skuli um ljóðstafina með
þeim hætti sem Jón Helgason og Helgi Hálfdanarson gera sýnir okkur
að komin eru upp á yfirborðið fagurfræðileg álitamál um það hvernig
best sé að nota þá, og jafnvel um það hver sé hin „rétta“ notkun
þeirra. Miðaldamálfræðingar ræddu að vísu um hlutverk stuðlanna
og reglur um notkun þeirra í kveðskapnum, en umræðan var annars
eðlis en hjá Jóni og Helga. Það var að mati Snorra og Ólafs ótvírætt
að kveðskapur var samkvæmt eðli sínu settur í ljóðstafi. Lýsing
þeirra er einfaldlega greinargerð um formþætti sem ekki er deilt um,
eins konar lýsandi (deskriptív) málfræði (eða bragfræði). Það var
engin ástæða fyrir þá að hafa á því skoðanir til eða frá eða að vanda
um við þá sem kynnu að hafa aðrar meiningar um málið, frekar en
það er nokkurt álitamál (hvað sem líður umræðum um „rétt“ mál eða
„rangt“) að setningar hafa frumlag og umsögn eða að orð skiptast í
atkvæði.
Tónninn hjá Jóni Helgasyni er boðandi (normatívur). Hann hefur
meiningar um það hvað sé rétt eða fögur notkun stuðlanna og gagn-
rýnir vonda siði sem honum þykja vera. Þessi umvöndunartónn
minn ir augljóslega á þann tón sem oft er í umræðu um málefni ís -
lenskrar tungu um fagurt og „rétt“ mál eða ófagurt eða beinlínis
„rangt“. Í slíkri umræðu eru tekin dæmi um málnotkun, sem talin er
til fyrirmyndar eða óæskileg, og þar skiptast menn í íhaldsmenn og