Són - 01.01.2010, Page 182
BENEDIKT HJARTARSON182
19 Sveinn Sigurðsson. „Við þjóðveginn“. Eimreiðin, 3/1925, s. 193–201, hér s. 195.
20 Jón Björnsson. „Futurismi. (Yngsta listastefnan)“. Morgunblaðið, 5. ágúst 1919, s. 2.
Velta má fyrir sér orsökum þess að Jón Björnsson kýs að rita umrædda grein um
fútúrismann árið 1919. Líklegast verður að teljast að hér sé um að ræða viðbragð
við þeirri miklu umræðu um evrópsku framúrstefnuna sem átti sér stað á meðal
danskra menntamanna á þessum tíma (sjá nánar: Torben Jelsbak. Ekspressionisme.
Modernismens formelle gennembrud i dansk malerkunst og poesi. Hellerup: Spring, 2005).
Lýsing í endurminningum Vilhjálms Finsens, starfsfélaga Jóns á þessum tíma,
bendir ótvírætt í þessa átt – og jafnframt til þess að áhuga Jóns hafi mátt rekja til
fremur hversdagslegra aðstæðna: „Jón var besti náungi, var skáld og rithöfundur,
en bar ekkert skyn á daglega blaðamennsku og var ákaflega ósýnt um hana.
Samvinna okkar Jóns var samt hin prýðilegasta, en ég gafst fljótlega alveg upp á
því að kenna honum blaðamennsku. Jón var við Morgunblaðið þegar ég yfirgaf það
og var aðalstarf hans þá að þýða neðanmálssögur og greinar sem við stálum úr
skandinavískum blöðum.“ (Vilhjálmur Finsen. Alltaf á heimleið. Reykjavík: Bóka -
versl un Sigfúsar Eymundssonar, 1953, s. 283).
ar fyrirbæri, einskonar tísku bóla sem er dæmd til að hverfa í þoku
gleymskunnar. Slík viðhorf afmarkast ekki við skrif þeirra sem for -
dæma fagurfræði fram úrstefnunnar, því ummerki þeirra má einnig sjá í
greinum þar sem tónninn er hlutlausari og jafnvel í skrifum þeirra sem
eiga þátt í að kynna framúrstefnuna hér á landi.
Í grein eftir Svein Sigurðsson frá árinu 1925 – þar sem ritstjóri
Eimreiðarinnar ver útgáfu tímaritsins á „Unglingnum í skóginum“ eftir
Halldór Laxness – er ismunum líkt við „sápubólur“ er hafi komið
upp „í ölduróti stríðsáranna og hjaðna áður en varir“.19 Annað for -
vitni legt dæmi má finna í grein eftir Jón Björnsson, rithöfund og
blaðamann, sem birtist í Morgunblaðinu árið 1919. Í greininni, sem er
elsta þekkta dæmið um nokkuð ítarlega umfjöllun um evrópsku
ismana hér á landi, fjallar Jón um ítalska fútúrismann og endursegir í
megindráttum innihald stofnunaryfirlýsingar hans frá 1909. Undir
lok greinarinnar kemst höfundurinn að eftirfarandi niðurstöðu:
„Hver ný stefna gengur eins og regnskúr yfir löndin, döggvar manns -
andann flytur honum ný þróunarefni, lifir stutt og hrynur í rústir,
sem önnur stefna rís upp af.“20
Grundvallarmunur er á samtímaorðræðu „loftbólukenningar inn ar“
og síðari tíma fræðiumræðu, þar sem endalokum eða dauða framúr -
stefnunnar er lýst sem sögulegri staðreynd. Segja má að „loftbólukenn -
ingin“ geri ekki annað en að endurtaka frá gagnrýnu sjón arhorni
orðræðu framúrstefnunnar sjálfrar, þar sem jafnan er lögð áhersla á að
hin nýja fagurfræði sé bundin sögulegu andartaki sínu og henni sé
ætlað að rýma fyrir nýjungum framtíðarinnar. Þessi orðræða hverful -
leikans (sem rekja má aftur til symbólismans og einkum skrifa Charles