Són - 01.01.2010, Page 191

Són - 01.01.2010, Page 191
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 191 jafngildir innlimun framúrstefnunnar í fræðaheiminn dauða hennar, líkt og titill inn á riti Manns undirstrikar. Andspænis þessu gagnrýna sjón arhorni má varpa fram þeirri spurningu hvort viðleitnin til að drepa fram úrstefnuna ljái henni ekki einmitt þá byltingarkenndu orku sem er nauðsynleg til að hún gagnist við gagnrýni á okkar eigin sam - tíma. Hér komum við aftur að þverstæðunni sem einkennir hugmynd - ina um framúrstefnu: yfirlýsingin um dauða hennar er leið til að halda í henni lífi. Annað atriði vegur þó þyngra í þessu samhengi. Yfirlýs - ingar fræðimanna um endalok framúrstefnunnar fela jafnan í sér gagn - rýnið viðbragð við nýjum listhreyfingum, sem gera arfleifð framúr - stefnunn ar að virkum og lifandi þætti í eigin starfsemi. Litið er á hina fræðilegu umræðu og starfsemi nýrra framúrstefnuhreyfinga sem and- stæða póla, þar sem unnið er með hefð framúrstefnunnar á ólíkum forsendum. Þannig verður hið sögulega sjónarhorn að tæki til að hafna framúr stefnu samtímans sem farsakenndri endurtekningu á hetjulegri starf semi framúrstefnunnar á fyrri tímum. Frjórri leið er að beina sjónum að þeim aðferðum sem nýjar hreyfingar beita í úr vinnslu sinni á hefð framúrstefnunnar. Þessu mati liggur til grundvallar sú forsenda, að notkun framúr stefnuhugtaksins í greiningu á liststraumum samtímans hafi aðeins gildi ef horft er til samræðu þeirra við hefð framúrstefnunnar. Að ræða um strauma í samtímanum sem framúrstefnu felur í sér að þeir eru skoðaðir í ljósi þeirr ar hefðar, í því skyni að varpa ljósi á samhengi, rof og sviptingar í sögu framsækinnar listsköpunar frá upphafsárum tuttugustu aldar til samtímans. Þegar rætt er um nýframúrstefnu er sjónum beint að úrvinnslu nýrra hreyfinga á hefðinni, þar sem ýmist er sótt til hinnar pólitísku víddar eða fagurfræðilegra aðferða og listrænnar tækni sem finna má í verkum fyrri framúrstefnuhreyfinga – eða hvoru tveggja í senn. Sjónarhornið krefst sögulega ígrundaðrar greiningar á birt - ingarmyndum samræðunnar við hefð framúrstefn unn ar og þeim aðferðum sem ólíkar hreyfingar beita við endursköp un sína á verk - efni framúrstefnunnar á ólíkum tímum. Lykilatriði hinn ar sögulegu umræðu snýr að grundvallarþverstæðu sem hefur fylgt hugmyndinni um framúrstefnu frá endalokum heimsstyrjald arinnar síðari: framúr - stefnan og digurbarkalegar yfirlýsingar hennar um endalok hefðar - innar eru orðnar að hefð. Með hliðsjón af lýsingu Enzensbergers á því hvernig framúrstefnan getur ekki orðið til fyrr en í sögulegu endurliti má í raun fullyrða að þessi þversögn hafi fylgt framúrstefn - unni allt frá upphafi: framúrstefnan verður til sem hefð og sem slík kallar hún á endursköpun og gagnrýna úrvinnslu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.