Són - 01.01.2010, Page 205

Són - 01.01.2010, Page 205
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 205 og hjákátleika. Útópían er orðin að meðvitaðri tálsýn en þjónar sem drifkraftur breytinga. Nýframúrstefna í bókmenntum og listum hefur engar aðrar leiðir til að koma fram sem framúrstefna en að ganga inn í aldargamla hefð. Hún hefur engin færi á að sneiða fram hjá íróníunni og þeirri hjá róma rödd sem er miðill verkefnis hennar. En einmitt í þessari íróníu býr róttækni nýframúrstefnunnar, sem felst í endurvinnslu á þeirri hefð höfnunar og neikvæðis sem á uppsprettur sínar í starfsemi sögulegu framúrstefnunnar. Endurtekningin gegnir hér lykilhlutverki: með því að setja verkefni framúrstefnunnar í nýtt samhengi gerir nýfram úr - stefnan hefð hennar að virku afli í gagnrýninni á ríkjandi menn ingu. Þessi íróníska virkni endurtekningarinnar kemur fram með forvitni- legum hætti í texta eftir Val B. Antonsson frá árinu 2005. Í upphafs - orðum textans, sem ritaður var í tilefni af myndlistarsýn ingunni Föðurmorð og nornatími, lýsir Valur yfir: „Upp er komin ný hugsun. Nýtt ástand hefur skapast.“87 Hér virðist blasa við gagnrýnislaus endurframleiðsla á þreyttri mælskulist framúrstefnunnar. Við nánari athugun reynist yfirlýsingin þó vera hlaðin af íróníu, sem verður sýni- leg ef við leyfum okkur að skipta henni út fyrir aðra: „Enn á ný er komin upp gamalkunnug hugsun. Enn á ný hefur skapast kunnuglegt ástand.“ Innra með orðunum býr sérkennilegur írónískur snúningur: að lýsa yfir fæðingu nýrrar hugsunar er að lýsa yfir fæðingu hugsunar sem er í raun og veru gömul en er þess virði að hún sé tekin upp aftur. Vitundin um þessa íróníu kristallast í umræðunni sem fylgir í grein Vals, þar sem bent er á að „svona hefði manifestó listasýningar getað hljómað fyrir tæpum hundrað árum, en ekki í dag, því slíkur texti vekur hjá okkur hlátur“.88 Líkt og upphafsorð textans sýna, er hér gengið inn í mælsku fræðilega hefð sem síðan er hafnað: íróníunni er beitt sem aðferð. Framúrstefnumenn á fyrstu áratugum tuttugustu aldar gátu lýst því yfir fullum hálsi að þeir væru „hinir nýju menn nýs lífs“.89 Í skrifum nýframúrstefnunnar endurómar þessi mælskulist – þegar boðberar hennar lýsa því yfir að þeir séu „menn nýs tíma“ ganga þeir inn í tvíradda orðræðu endurtekningar: þeir eru „gamal - kunnugir menn við kunnuglegar aðstæður“. Um orð þeirra berst 87 Valur B. Antonsson. „Föðurmorð og nornatími.“ Föðurmorð og nornatími. Reykjavík: Norræna húsið, 2005 [án blaðsíðutals]. 88 Sama rit. 89 David Búrljúk o.fl. „Dómaragildra“. Þýð. Árni Bergmann. Yfirlýsingar, s. 184–186, hér s. 186.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.