Són - 01.01.2010, Page 205
AF ÞRÁLÁTUM DAUÐA OG UPPRISUM FRAMÚRSTEFNUNNAR 205
og hjákátleika. Útópían er orðin að meðvitaðri tálsýn en þjónar sem
drifkraftur breytinga.
Nýframúrstefna í bókmenntum og listum hefur engar aðrar leiðir
til að koma fram sem framúrstefna en að ganga inn í aldargamla hefð.
Hún hefur engin færi á að sneiða fram hjá íróníunni og þeirri hjá róma
rödd sem er miðill verkefnis hennar. En einmitt í þessari íróníu býr
róttækni nýframúrstefnunnar, sem felst í endurvinnslu á þeirri hefð
höfnunar og neikvæðis sem á uppsprettur sínar í starfsemi sögulegu
framúrstefnunnar. Endurtekningin gegnir hér lykilhlutverki: með því
að setja verkefni framúrstefnunnar í nýtt samhengi gerir nýfram úr -
stefnan hefð hennar að virku afli í gagnrýninni á ríkjandi menn ingu.
Þessi íróníska virkni endurtekningarinnar kemur fram með forvitni-
legum hætti í texta eftir Val B. Antonsson frá árinu 2005. Í upphafs -
orðum textans, sem ritaður var í tilefni af myndlistarsýn ingunni
Föðurmorð og nornatími, lýsir Valur yfir: „Upp er komin ný hugsun.
Nýtt ástand hefur skapast.“87 Hér virðist blasa við gagnrýnislaus
endurframleiðsla á þreyttri mælskulist framúrstefnunnar. Við nánari
athugun reynist yfirlýsingin þó vera hlaðin af íróníu, sem verður sýni-
leg ef við leyfum okkur að skipta henni út fyrir aðra: „Enn á ný er
komin upp gamalkunnug hugsun. Enn á ný hefur skapast kunnuglegt
ástand.“ Innra með orðunum býr sérkennilegur írónískur snúningur:
að lýsa yfir fæðingu nýrrar hugsunar er að lýsa yfir fæðingu hugsunar
sem er í raun og veru gömul en er þess virði að hún sé tekin upp aftur.
Vitundin um þessa íróníu kristallast í umræðunni sem fylgir í grein
Vals, þar sem bent er á að „svona hefði manifestó listasýningar getað
hljómað fyrir tæpum hundrað árum, en ekki í dag, því slíkur texti
vekur hjá okkur hlátur“.88 Líkt og upphafsorð textans sýna, er hér
gengið inn í mælsku fræðilega hefð sem síðan er hafnað: íróníunni er
beitt sem aðferð. Framúrstefnumenn á fyrstu áratugum tuttugustu
aldar gátu lýst því yfir fullum hálsi að þeir væru „hinir nýju menn nýs
lífs“.89 Í skrifum nýframúrstefnunnar endurómar þessi mælskulist –
þegar boðberar hennar lýsa því yfir að þeir séu „menn nýs tíma“
ganga þeir inn í tvíradda orðræðu endurtekningar: þeir eru „gamal -
kunnugir menn við kunnuglegar aðstæður“. Um orð þeirra berst
87 Valur B. Antonsson. „Föðurmorð og nornatími.“ Föðurmorð og nornatími. Reykjavík:
Norræna húsið, 2005 [án blaðsíðutals].
88 Sama rit.
89 David Búrljúk o.fl. „Dómaragildra“. Þýð. Árni Bergmann. Yfirlýsingar, s. 184–186,
hér s. 186.