Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 8
KIRKJUÞI.NG 1995.
Kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar hið 26. var háð í Reykjavík dagana 17. - 26. október. Það hófst
með messu í Bústaðakirkju.
Dr. Einar Sigurbjömsson prófessor og kirkjuþingsmaður flutti prédikun. Altarisþjónustu ásamt dr.
Einari annaðist sr. Karl V. Matthíasson sóknarprestur og kirkjuþingsmaður.
Söngvarar úr kór Bústaðakirkju leiddu söng, organisti var Guðni Þ. Guðmundsson.
Að lokinni athöfii í kirkjunni var gengið í safnaðarsal kirkjunnar þar sem þingsetning fór fram og
fiindir þingsins vom haldnir.
Þingsetningarræða herra Ólafs Skúlasonar biskups.
Biskupar og frúr, hæstvirtur menntamálaráðherra, kirkjuþingsmenn, góðir gestir. Ég býð
ykkur öll velkomin til þessa tuttugasta og sjötta þings hinnar íslensku þjóðkirkju. Vona
kirkjuþingsmenn færi það til starfa þingsins, sem best getur gagnað kirkjunni um framtíð. Og
tel það ekki neina dirfsku að halda því fram, að með því að vinna kirkjunni emm við um leið að
stuðla að sem bestu og farsælustu þjóðfélagi. Þegar undirbúningur þessa kirkjuþings hófst,
saknaði ég sannarlega vinar í stað. Þótti þó gott, að nýr kirkjuráðsmaður kom til starfa sinna
fullur þess eldmóðs og þjónustufúsleika, sem við höfum alla tíð kynnst hjá honum. En þegar
hann féll líka frá rúmri viku fyrr en við komum hér saman í dag, þótti mér syrta svo að, að
gleði samfara hugsun um þessa kirkjuþingsdaga hvarf sem dögg fýrir sólu. Engum dylst,
hveijir þeir em, sem ég hef fjallað um. Þetta em þeir félagar og vinir frá fýrstu tíð, séra Jón
Einarsson prófastur, Borgfirðinga og séra Þórhallur Höskuldsson prestur, á Akureyri. Báðir
hafa þeir sett svo sterkan svip á kirkjuna þann tíma, sem þeir hafa verið í þjónustunni og innt af
hendi dýrmæta forystu, að virðist hjóm ógna, en lífslitir fölna. Þeir áttu mikinn þátt í
árangursríku starfi kirkjuþings, sem síðan skilaði sér til allra sviða kirkjunnar. Nokkuð líkir
því, hvemig þeir nálguðust mál. Settu sig af vandvirkni inn í hvert atriði þeirra, svo að sumum
þótti jafnvel á stundum nóg um. Vom síðan slíkir málafýlgjumenn í sókn og vöm fýrir þá
þætti, sem þeim þótti nokkm skipta, að ógjaman létu þeir undan síga eða hurfu frá máli. Svo
vom þeir líka virtir vel, að ekki hygg ég það hafi oft komið fýrir, að mál þau, er þeir beittu sér
fýrir, fengju ekki afgreiðslu að vilja þeirra. Er stigið var í ræðustól, byggðu þeir málflutning á
þeim undirbúningi, sem þeir köstuðu aldrei til höndum og vom síðan svo fundvísir á rök, að
þeir vom miklu færri, sem tóku ekki undir með þeim, áður en afgreiðslu lauk. Ekki svo að þeir
þyrftu ekki að taka á, eða allt væri svo auðvelt, að aldrei væri kveðið sterkt að orði eða
svipbrigði spegluðu innri hita. Langt frá því. Sem betur fer er slíkt mannval á kirkjuþingi og
fundum kirkjunnar öðmm, að ekki dugir einum eða tveimur að láta svo sem allt hljóti að falla
ljúflega að þeirra vilja.
En fundvísi þeirra á rök í málum og skilningur þeirra á sögu og fýrri afgreiðslu mála
samfara staðgóðri þekkingu á lögum landsins gerði þá að frábæmm fundarmönnum og þar
með einhveijum þeim bestu kirkjuþingsmönnum, sem við höfum átt.
3