Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 195
1995
26. KIRKJUÞING
4. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um að efla beri þjónustu
kirkjunnar við Islendinga erlendis
Flm. sr. Birgir Ásgeirsson, Jóhann E. Bjömsson og sr. Karl Sigurbjömsson
Frsm. sr. Birgir Ásgeirsson
„Kirkjuþing ályktar að efla beri þjónustu íslensku þjóðkirkjunnar við íslendinga
erlendis. Nú þegar em 3 embætti rekin af hálfú kirkjunnar að fúllu eða með aðstoð
ráðuneyta. Tryggja þarf stöðu þessara embætta en jafhframt þarf að kanna sérstaklega,
hvort ekki sé grundvöllur fyrir fjölgun þeirra, t.d. í Belgíu og í Bandaríkjunum
(sérstaklega á Washington- Baltimore svæðinu). Leita skal samstarfs við
Utanríkisráðuneytið um þessa ffamkvæmd og hugsanlegan rekstur nýrra embætta.”
Greinargerð
Með stofnun prestsembættis í Kaupmannahöfn á sínum tíma og síðar með embættinu í
London og nú síðast embættinu í Gautaborg steig þjóðkirkjan stór skref til þjónustu við
Islendinga erlendis. Tilurð allra þessara embætta var þjónusta við íslendinga, sem
þurftu að leita sér lækninga erlendis, og aðstandendur þeirra. Reynslan hefúr sýnt að
þjónusta prestanna í þessum embættum hefúr engan veginn einskorðast við
sjúkraþjónustu, heldur hafa þeir haldið uppi mög mikilvægri þjónustu við íslendinga,
sem búið hafa á þessum tilteknu svæðum. Prestsþjónustan hefúr náð langt út fyrir þau
mörk, sem sett voru í upphafi, bæði að fjölbreytni og eins í landfræðilegum skilningi. í
ljós hefúr komið, að alls staðar þar sem íslenskur prestur hefúr starfað erlendis, hafa
íslenskir þegnar leitað til hans af ýmsu tilefni og hafa annir þessara presta því ávallt
verið mun meiri, en gert var ráð fýrir í upphafi. Þessi þjónusta hefúr ávallt verið innt af
hendi af mikilli alúð og er óhætt að segja að hún hefúr líka verið vel þegin og alltaf
komið sér afar vel. Þá hefúr það reynst vera mikill stuðningur fyrir utanríkisþjónustuna
að hafa svo náinn aðgang að presti unnar, einkum þegar sinna hefúr þurft
einstaklingum eða fjölskyldum í erfiðum málum, veikindum eða neyð. Hafa þeir
reyndar oftlega verið fengnir til að fara til nágrannalanda viðkomandi embættis til
slíkrar þjónustu. Ennfremur og ekki í síður, er ástæða til að nefna gildi þessarar
þjónustu fyrir Islendinga, sem eru fjarri landi sínu, ættingjum og vinum. Ljóst er að
tilvera þessara embætta hefúr eflt mjög samheldni þeirra og veitt þeim félagslegan og
trúarlegan stuðning. Slík þjónusta hlýtur að vera góð „Mission” og mikilvæg fyrir þann
breiða grundvöll, sem íslensk þjóðkirkja vill standa fyrir.
Islendingum hefúr fjölgað verulega á nokkrum tilteknum stöðum, t. d. í Belgíu og í
Bandaríkjunum á Washington - Baltimore svæðinu. Full ástæða er því að kanna
sérstaklega og í samráði við Utanríkisráðuneytið, hvort ekki sé nauðsyn að efla þá
þjónustu sem fyrir er og jafnvel bæta við embættum þjóðkirkjunnar á erlendri grund.
190