Gerðir kirkjuþings - 1995, Qupperneq 23
1995
26. KIRKJUÞING
1, mál
Séra Bolli Gústavsson ræddi við kirkjuráð um vonir sínar með að upp rísi á
Hólum ný Auðunnarstofa og hafa Norðmenn heitið timbri til smíðinnar. Þá hefur
einnig verið kannað um starfsaðstöðu fyrir vígslubiskup á Akureyri og rætt við
bæjaryfirvöld. Mundi þá hugsanlega vera um samnýting húsnæðis að ræða hjá
vígslubiskupi, hinum nýja héraðspresti og ffæðslufulltrúa svæðisins. Vonir standa til,
að ljóst verði innan ekki langs tíma, hvort af slíku getur orðið.
Eftir slysið í Súðavík í janúar s.l. boðaði ég ýmsa þá til fundar, sem komið
höfðu að hjálp við heimamenn og sérstaklega sinnt svo kallaðri áfallahjálp. Var gagn af
þessum fundum. Og(í framhaldi þeirra skipaði kirkjuráð sérstaka nefhd til að vinna
tillögur vegna áfallahjálpar í framtíðinni. Eru þær lagðar hér fram.
Þá barst einnig erindi frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti vegna málefna
samkynhneigðra og stöðu þeirra. Fól kirkjuráð sérstakri nefiid að huga að þessum
málum og skyldi hún skoða hugmyndir, sem ffarn hafa komið um lögfestingu
staðfestrar sambúðar og hvort hugsanlegt geti verið, að slík staðfesting fari ffam hjá
kirkjulegum vígslumanni.
Var nefhdinni einnig falið að fyalla um almennt mat á stöðu samkynhneigðra út
frá guðfræðilegri, siðffæðilegri og lagalegri röksemdarfærslu. Og skyldi hún einnig
leitast við að taka saman yfirlit um stöðu þessara mála í nágrannalöndunum, þar sem
þessar umræður hafa verið mjög fyrirferðarmiklar, ekki síst í Noregi og Svíþjóð, en
einnig í Danmörku.
Tekið er fram í erindisbréfi nefndarinnar, að ekki sé tilgangurinn að leita effir
einni, einfaldri niðurstöðu, heldur miklu ffemur, að sitthvað sé tekið saman, sem geti
nýst kirkjulegum aðilum til umsagnar og álitsgerðar.
Fyrirhugað var, að álit nefndarinnar yrði lagt fyrir þetta kirkjuþing en ýmsar
ástæður hamla, að svo geti orðið. Eðlilegt er engu að síður, að kirkjuþing viti um
þessar umræður og komi með tillögur eða athugasemdir við fyrirhugað mál.
Hjálparstofnun kirkjunnar hélt hátíðlegt 25 ára affnæli sitt og í því sambandi
og skv. samþykkt kirkjuþings skrifaði biskup sóknamefhdum og hvatti til, að 1%
sóknargjalda renni beint til hjálparstofhunarinnar.
Var ýmislegt gert af góðum tímamótum, og í senn litið til baka yfir farinn veg
og leitast við að skyggnast ffam á leiðina.
Fram hafa komið hugmyndir um það, að í hverri sókn verði sérstakri nefhd falið
að sinna hjálparstarfi og kristniboði og sé þá um leið tengiliður heimahaga við
Hjálparstofnun kirkjunnar og Kristniboðssamband íslands, sem vinnur sérstaklega
aðdáunarvert starf og fómfust. Væri gott að fá umræður kirkjuþings um þetta mál og
hugsanlega tillögur. Einnig hafa prófastsdæmin komið á slíkum nefndum og hefur það
gefist vel.
En á þeim tímum, sem við nú lifum, þar sem þrengt hefur að mörgum
manninum, þá er nauðsynlegt að samstilla hjálparstarf hinna ýmsu aðila, og eðlilegast
18