Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 26
1995
26. KIRKJUÞING
1. mál
íslendinga fór einu sinni í kirkju yfir jól og áramót, aðeins 2% fór tvisvar og ekki
nema 1% fór þrisvar sinnum í kirkju.
Þá höfum við þetta svart á hvítu eftir könnun Gallups. Ekki segir þetta alla
söguna, ekki einu sinni hluta hennar og mundi vafalaust breytast töluvert, ef börn ffam
að 15 ára aldri væru tekin með. Og mundi muna mikið um þau, sem ganga til
spuminga. En eitt segir þessi könnun okkur vitanlega, að við þurfum að halda vöku
okkar og ekki telja fullar kirkjur fáa daga tilefni til of mikillar bjartsýni.
í upphafi gat ég um safnaðaruppbyggingu og væri aðalmál kirkju okkar
samkvæmt samþykkt bæði prestastefnu og kirkjuþings. Verður ekki of oft minnt á
slíkt. En fleira er unnið og miðast við hátíðahöld á þúsund ára afmæli kristni á
íslandi árið 2000.
Unnið er að þýðingu gamla testamentisins í samvinnu Hins íslenska
Biblíufélags og guðfræðideildar, sem komið hefur inn í þetta samstarf í staðinn fyrir
Guðfræðistofnun. Enda verður aðalþýðandinn dr. Sigurður Öm Steingrímsson
prófessor við Háskóla Islands og nýtur sömu réttinda og aðrir prófessorar.
Þegar hafa komið út þijú svo nefhd Biblíurit þeirra bóka, sem þegar hefur
verið gengið frá, þannig að eftir þýðingu hefur hin sérstaka þýðingamefnd farið yfir
verkið og búið það undir endanlega gerð í samráði við þýðanda. Þessar bækur hafa
þegar verið þýddar og gefnar út:
5. Mósebók, Rutarbók, 1. og 2. Samúelsbók, 1. og 2. Konungabók, Esterarbók
og spádómsbækur Jóels, Óbedía, Jónasar, Mika, Nahúm, Habakkuks, Sefanía, Haggaí
og Sakaría.
Þýðingamefnd hefur gengið ffá fyrir sitt leyti þessum bókum:
Esrabók og Ljóðaljóðunum.
I athugun hjá þýðingamefnd eru:
Jósúabók, 1. og 2. Kronikubók og Malakí.
Þýddar hafa verið:
Nehemíabók, Orðskviðimir, Jeremia og Amos.
Þá hefur hið íslenska Biblíufélag ákveðið að stefna að því, að Nýja testamentið
verði einnig gefið út í nýrri þýðingu, og þó ber að hafa í huga, að guðspjöllin vom þýdd
fyrir 1981 útgáfuna. Hefur tveimur þýðendum, séra Kristjáni Búasyni og Clarance Glad
verið falin þýðing tveggja Pálsbréfa.
Vonir standa til, að ný Biblíuþýðing komi út öðru hvom megin við næstu
aldamót og þá í tilefni afmælisins.
Kristnisagan er einnig í smíðum og standa fyllstu vonir til þess, að útgáfa muni
eiga sér stað eins og áformað hefur verið og á tilskyldum tíma.
Kristnihátíðamefhd sú, sem starfar á vegum kirkjunnar hefur komið saman og
gert sínar tillögur. Skiptist ferlið í tímann ffam að 2015,hvað safnaðamppbyggingu
áhrærir með starfshópum í söfnuðum og úttekt á safhaðarstarfi. Lögð verður áhersla á
aukið fræðslustarf bæði í söfnuðum, prófastsdæmum og í Leikmannaskólanum. Þá
verði einnig lögð áhersla á að glæða og koma til móts við trúarþörf fólks í
helgihaldinu.
21