Gerðir kirkjuþings - 1995, Blaðsíða 81
í stuttu máli sagt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að starfsemi skólans væri
með þeim hætti sem yfirvöldum þætti fullnægjandi til þess að framhald yrði á
stuðningi ríkissjóðs. Með því er tryggt að rfkissjóður styðji starfsemina með
fjögurra milijón króna árlegu framlagi og tveimur milljónum að auki, á móti
samsvarandi upphæð úr sjóðum kirkjunnar.
í skýrslu til Kirkjuþings fyrir árið 1994 er að frnna yfirlit um bókanir fyrir
1995. Hér má því spara pláss að þessu sinni, þar sem starfsemin gekk að
mestu eftir eins og áformað var, en láta nægja að geta nokkurra atriða, auk
breytinga og frávika.
Megin breytingin frá áætluninni er sú að fyrirhugað samstarf við Svæðisstjóm
fatlaða gekk ekki eftir og var frestað um óákveðinn tíma. Aðal ástæða þess var
sú að nauðsynlegur smðningur yfirvalda menntamála fékkst ekki og því hefði sá
hluti kostnaðar orðið að leggjast á skólann. Hvorki hafði skólinn bolmagn til
þess, né var talið rétt að bregðast við með þeim hætti.
Þegar kom fram á þetta ár var orðið Ijóst að bregðast þurfti við óeðlilega
háu hlutfalli yfirvinnu af heildarlaunakosmaði skólans. Gerði enda kirkjuráð
athugasemd við við þessa þróun. Gripið var til þess ráðs að kalla til
rekstrarfræðing, Böðvar Guðmundsson og funda með honum um mögulegar
breytingar. Einnig var ákveðið að kalla til endurskoðanda, Bjama Jónsson, til
þess að ganga frá reikningum fyrir 1994 og vera til aðstoðar í endurmati á
stöðu og þróun rekstrarins. Niðurstaða þessa máls var sú að sett var á
vaktakerfi yfrr þann tíma sem erillinn var mestur, þ.e. frá l.júní til l.september.
Lítur svo út nú, að þessi breyting hafi tekist vel, og stefnir f að lækkun
launakostnaðar verði vemleg. Eins og fyrr segir höfum við einnig brugðist
við dauflegri starfsemi framundan í desember og janúar með því að fækka um
einn starfskraft í eldhúsi. Eftir situr sem óleyst vandamál hversu mikill hluti
starfseminnar mánuðina desember til mars fer fram um helgar. Nokkuð er þó
alltaf um kostgangara yfir vetarmánuðina og einnig nú í vetur.
Skólinn hefur nú fengið veitingaleyfi. Sótt var um leyfið í maí sl. en afgreiðsla
þess dróst til sufmarloka. Þrátt fyrir það var gestum og gangandi seldar
veitingar þegar um var beðið og kom stækkun matsalarins því í góðar þarfir.
Þær sértekjur sem þannig falla til em mjög dýrmætar og hljóta með tímanum
að vaxa.
Ákveðnir þættir starfseminnar em orðnir fastir liðir og þarf ekki að geta þeirra
sérstaklega nú. Segja má að ráðstefnur, alþjóðlegar, samnorrænar og alíslenskar,
séu einnig fastir liðir í starfseminni, en þær eru margbreytilegar og einstakar og
því skal þeirra getið sérstaklega. í júní var ráðstefna um kirkjulega útgáfu
með þáttöku útgáfufyrirtækja í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku , auk
Islands, en Skálholtsútgáfan var gestgjafi ráðstefnunnar.
I júní var ennfremur Norræn ráðstefiia um kirkju og fjölmiðlun (Nordisk
ekumenisk informationskonferens) þar sem Biskup íslands og Kirkjuráð voru í
forsvari, en sr. Þorbjöm Hlynur Ámason stýrði ráðstefnunni.
Enn í sama nánuði var samnorrœn pastoral ráðstefna í samvinnu
Guðfræðistofnunar og skólans, en þar komu saman kennarar í kennimannlegri
guðfræði í við guðfræðideildir háskólanna á Norðurlöndum. Þessari ráðstefnu
stýrði dr. Pétur Pétursson, prófessor.
Mörg eftirminnileg nátnskeið vom haldin á árinu. Meðal þeirra var t.d. námskeið
í samvinnu Kjalamesprófastdæmis og skólans, en það er orðin hefð að
Skálholtsskóli kt.511272
Simi 98- 68870, Bréfsími 98 - 88994. Viöskiptabanki U151-28-2145
16